Málsvari þjóðarinnar og ríkisstjórnar

Þarna sannaði Ólafur að fáir hafa tærnar þar sem hann hefur hælana í að tala máli þjóðarinnar. Auðvitað á ríkisstjórnin að semja við hann að tala máli ríkisstjórnarinnar einnig í þessari erfiðu stöðu þó það sé ekki skilgreint hlutverk hans.

Nú ríður á að traust ríki á milli manna og því mikilvægt að ríkisstjórnin starfi vel með forsetanum við að tala okkar málstað.

Það eru ekki margir sem geta staðið uppi í hárinu á svona spyrlum sem hafa það að eina markmiði að sigra viðmælanda sinn.

Hvaða skoðun sem við höfum á Dr. Ólafi Ragnari forseta, þá er hann góður í þessu og við eigum að nota það.


mbl.is Ólafur í kröppum dansi á BBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband