Hvenær ætlar Mogginn að læra að Hans Lindberg er alíslenskur?

Þegar blaðamenn keppast við að gera annan hvern útlending að Íslandsvin þá geta þeir ekki skilið að sonur tveggja Íslendinga (tveggja FH-inga) er alíslenskur. Hans Lindberg verður áfram íslenskur þó hann sé með danskt vegabréf.

Hún er nóg þvælan sem vellur út úr íþróttafréttamönnum þó þeir þurfi ekki að afneita Íslendingum líka. Kannski ætti að segja flesta íþróttafréttamenn hálf íslenska af þeir geta ekki skrifað eða talað almennilega íslensku?


mbl.is Stefán Rafn innsiglaði sigur Löwen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er Lindberg ekki danskt ættarnafn? Hvaðan kemur það?

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.12.2012 kl. 21:23

2 identicon

Hans Lindberg á vissulega íslenska foreldra og er fæddur hér á landi. Hann er danskur ríkisborgari, ekki íslenskur. Hann er ekki íslenskari en það að hann taldi hag sínum best borgið í Danmörku og sem danskur ríkisborgari.

Ekki Fjarðarpósturinn alltaf villulaus?

Kveðja, Ívar Benediktsson.

Ívar Benediktsson (IP-tala skráð) 12.12.2012 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband