Laugaveginn í fyrsta sinn - hlaupandi

Þegar ég fór að hlaupa með fyrir rúmum þremur hlaupum, með Hlaupahópi FH, ætlaði ég aldrei að hlaupa 10 km hvað þá lengra. En síðan þá hafa margir hlaupaskórnir slitnað og síðasta vígið sem féll var maraþon í fyrra. Það vitlausasta af öllu var að hlaupa Laugaveginn og það var ekki í mínum huga. Þar til á einni æfingunni í vetur þegar mér varð litið niður á Salomon utanvegaskóna mína og hugsaði með mér: "Kannski ætti maður að klára þá á Laugaveginum?"  Ekki veit ég hvaðan þessi hugsun kom en það var ekki aftur snúið og ég viðurkenndi fyrir félögum mínum veikleika minn.

21102010268

Árið 2010 hljóp ég 470 km allt árið og tók þátt í tveimur 10 km keppnishlaupum. Núna, þegar ég er tilbúinn að hlaupa Laugaveginn, lengst hlaup mitt til þessa, hef ég æft vel og hef það sem af er árinu hlaupið 904 km. Ég er í fínu formi og tilbúinn í slaginn en því er ekki að neita að stressið segir til sín. Óþægilegust finnst mér óvissan með veðrið. Mér illa við að þurfa að klæða mig of mikið að óþörfu og enn verra að þurfa að taka með regnjakka sem ég þarf kannski ekki fyrr en eftir 4 tíma. Ég hef aldrei verið mjög agaður í að drekka og taka inn orku á hlaupum en í svona löngu hlaupi er það mjög mikilvægt. Það eru nú ekki stærri mál sem ég hef áhyggjur af en svona er víst stress fyrir átök eins og Laugavegshlaupið. Samt er ég aflslappaður og hlakka til hlaupsins.

Það er nú rúmar sólarhringur þangað til rútan fer í Landmannalaugar og ég veit að á laugardagskvöld verð ég aftur kominn heim, þreyttur og ánægður.

Öldungamót inni 2012-394

Ég mun hlaupa í góðum félagsskap Þórdísar Jónu og Sigurður Guðna en við höfum hlaupið mikið saman að undanförnu og stefnum öll á sama lokatíma. Því stefnum við á að hlaupa saman, ef við verðum á svipuðu róli og njóta þess að hlaupa saman Laugaveginn, eftir allar æfingarnar, langar og strangar. Carola, Ósk og Sveinbjörn hlaupa líka en Sveinn heltist úr lestinni á síðustu stundu. Þá ætlar 18 manna hópur úr FH að hlaupa Laugaveginn á tveimur dögum og það verður ekki amalegt að hafa hóp til að taka á móti okkur eða hvetja á lokasprettinum.

Hvort við náum því að hlaupa þessa 55 km á undir 6 tímum verður að koma í ljós en veður og færð ætla ekki að vera okkur hliðholl. Ég hef aldrei gengið Laugaveginn og ljóst að það fer á dagskrána - og jafnvel annað Laugavegshlaup, náist þessi tímamörk ekki. Svona stjórnast maður af tilbúnum eigin þrýstingi :) En það er að hrökkva eða stökkva.

Á morgun fer ég og sæki númerið mitt og skil eftir tösku með aukabúnaði til að geta gripið til á miðri leið.

Snæfellsjökulshlaupið-184 haus

Við erum bara þrír í kotinu, Kristjana komin á göngu á Snæfjallaströndinni í ágætis veðri, Smári á sýningu í Þýskalandi og Sandra á hálendisvakt með Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Það er því rólegt og afslappað, ég kláraði að gera við sláttuvélina og gerði sláttuorfið tilbúið fyrir Fruggsláttinn í næstu viku og við Vignir fórum og keyptum dekk á hjólið hans auk þess sem hann hljóp í kringum Ástjörnina og fann Ratleiksmerki nr. 1 en einhver hafði tilkynnt að merkið væri horfið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband