Íslendingar fá annað tækifæri!

Nú er að sjá hvort Íslendingar hafi lært eitthvað af ísbjarnardrápinu um daginn. Nú hljóta menn að vita hvar deyfilyfið er og áhöldin og tækin. Nú hafa menn fengið tíma!

Ég vona að ég eigi ekki aftur eftir að sjá rígmontna byssumenn við dauðan ísbjörn. Mynd eins og sást um daginn er ósmekkleg þó þeir hefðu drepið ísbjörn til að bjarga mannslífi.

Þarna geta menn fylgst með gangi lífsins og getur viðlagasjóður og ríkisstjórn örugglega hlaupið undir bagga með æðarbændum.


mbl.is Ísbjörn í æðarvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður M Steindórsdóttir

Algjörlega sammála þér með þetta!
Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir takast á við bangsa í þetta skipti.

Aðalheiður M Steindórsdóttir, 16.6.2008 kl. 14:51

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eina sem hægt er að gera er að aflífa dýrið og það sem allra fyrst.  Eins víst er að annars sætum við uppi með bangsa og hvað getum við svo sem gert við hann. því ekki er nokkur trygging fyrir því að leyfi fengist til þess að flytja hann til "heimkynna" sinna og svo verður að hafa það í huga að Ísbjörn er einhver "fullkomnasta drápsvél" í heimi, hefur einhver velt fyrir sér hvers vegna hann er efstur í fæðukeðjunni.

Hvernig í ósköpunum á að fanga bangsann og hvað á svo að gera við hann?  Það væri kannski ráð að fá Árna Finnsson og einhverja "kaffihúsanáttúruverndarsinna" til þess að lokka bangsa inn í gám, hann yrði varla neitt órólegur fyrr en hann væri búinn að klára þá, en hvað svo?  Eru menn virkilega svo barnalegir að  halda að þetta séu einhver meðfærileg gæludýr, sem ekkert mál er að meðhöndla?

Jóhann Elíasson, 16.6.2008 kl. 16:17

3 Smámynd: Aðalheiður M Steindórsdóttir

Jóhann, þessvegna er nú verið að fá sérfræðinga frá danaveldi til að takast á við þetta mál því að við íslendingarnir höfum ekki þekkingu til þess.
Er ekki spurning um að vera bara rólegur og sjá hvað þeir geta með sínum tækjum, tólum og þekkingu áður en við gefumst strax upp?
Er það barnaskapur að nýta þekkingu annara til að takast á við vandamálin í staðinn fyrir að gefast upp og skjóta allt sem við ráðum ekki við?
Ekki myndi ég vilja umgangast þannig fólk sem gefst strax upp og skítur á vandamálin!
Sjáum hvað þeir geta gert og dæmum svo!

Aðalheiður M Steindórsdóttir, 17.6.2008 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband