Skondin nálgun

Það er svolítið skrítin nálgun að tala alltaf um fækkun í Þjóðkirkjunni. Við búum nú í fjölmenningarsamfélagi þar sem fólk með mismunandi trúarskoðanir flytur til landsins. Því er eðlilegt að það fækki hlutfallslega í Þjóðkirkjunni. Reyndar fjölgaði í Þjóðkirkjunni !

Hins vegar mætti spyrja sig hvort ekki væri eðlilegra að flokka niður og bera saman eftir trúarstefnum, taka alla kristna saman o.s.frv.

Trúfélögin eru talin upp 29 hjá Hafstofunni (með meðlimi) og það fæsta með aðeins 17 meðlimi. Það vekur hins vegar athygli að um 22.700, eða um 7% íbúanna eru í öðrum ótilgreindum trúfélögum.

Í Fríkirkjunni í Hafnarfirði fjölgaði um 4% og er það 4 stærsta trúfélag landsins. Hins vegar er athyglisvert að sjá að Ásatrúarfélagið sem alltaf fær mikla athygli í fjölmiðlum hefur aðein 1270 meðlimi. 2,9% þjóðarinnar er skráð utan trúfélaga.


mbl.is Hlutfallsleg fækkun í Þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Finnbogason

Þessi nálgun virðist segja nákvæmari sögu en að byrta frétt undir fyrirsögninni "fjölgar í þjóðkirkjuni"

Væri eðlilegt að tala um fjölgun í þjóðkirkjunni þegar börn eru skráð í hana nema móðirinn sé annarrar trúar?

Sævar Finnbogason, 19.1.2009 kl. 09:44

2 identicon

Taka alla kristna saman... heldur þú að það gefi kristni meira vægi?´
Eru ríkiskirkjufólk eitthvað svipað kaþólikkum... hefur biskup farið í kirkjugarð og grafið upp gamlan úldin biskup til þess að dýrka í glerkistu?

DoctorE (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 09:44

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hlutfallslega fækkun í ríkiskirkjunni er ekki hægt að skýra einungis með vísun í fjölgun innflytjenda.  Það fjölgaði um 487 í ríkiskirkjunni milli ára.   Árið 2007 voru fæddir umfram dána 2.618, eflaust var talan svipuð í fyrra.  Í aldurshópnum 15 ára og yngri fækkaði í ríkiskirkjunni.

Matthías Ásgeirsson, 19.1.2009 kl. 09:47

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hins vegar mætti spyrja sig hvort ekki væri eðlilegra að flokka niður og bera saman eftir trúarstefnum, taka alla kristna saman o.s.frv.

Ertu semsagt að segja að eðlilegt sé að tala alltaf um alla kristna saman?

Ok, prófum það.

Af hverju hatarðu homma?

Matthías Ásgeirsson, 19.1.2009 kl. 10:03

5 Smámynd: Óli Jón

Það er fátt skondið við þetta mál. Hið skemmtilega, hins vegar, er að það er að losna um greip Ríkiskirkjunnar sem sýnir sig best í hlutfallslegri fækkun sauða hennar og fjölgun þeirra sem kjósa að standa utan raða hennar, svo ekki sé talað um þá sem hreint og klárt skrá sig utan trúfélags.

Þá er áhugavert að sjá að sem fyrr eru trúlausir og vantrúaðir stærsti einstaki hópurinn að frátalinni Ríkiskirkjunni. Þeir sértrúarsöfnuðir sem á eftir fylgja eru iðulega mun minni. Því er ljóst að flestir þeirra sem taka upplýsta ákvörðun um frjálst val kjósa trúleysið. Hinir, sem hafa verið forskráðir á galeiðuna eftir skráningu móður, eiga eftir að sjá ljósið.

Þetta er tímanna tákn :)

Óli Jón, 19.1.2009 kl. 10:11

6 Smámynd: Halldór Halldórsson

Það er alltaf gaman að því þegar hinir "vantrúuðu" fara að tala um að börnum sé troðið inn í söfnuðina, "forskráðir á galeiðuna"  og það haldi uppi tölum um fjölda kristinna.  Má ég benda á að Hagstofan hefur einhvern veginn grafið upp að skráðir "utan trúfélaga" á Íslandi eru 7,769 talsins; en hér er auðvitað átt við þá sem hafa tekið "upplýsta ákvörðun um frjálst val", 16 ára og eldri og kosið trúleysið.  Hvernig í ósköpunum skyldi þá standa á því að heildarfjöldi "vantrúaðra" er talinn 9,265??  Hver skyldi nú hafa forskráð hvern á trúleysisgaleiðuna?

Halldór Halldórsson, 19.1.2009 kl. 10:49

7 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hvernig í ósköpunum skyldi þá standa á því að heildarfjöldi "vantrúaðra" er talinn 9,265??  Hver skyldi nú hafa forskráð hvern á trúleysisgaleiðuna?
Halldór, ég vil benda þér á að af þeim sem eru skráðir utan trúfélaga eru  ~16% yngri en 16.  Í ríkiskirkjunni er hlutfallið ~22%.

Matthías Ásgeirsson, 19.1.2009 kl. 11:17

8 identicon

Það sem mér finnst skondnast við þessa frétt er að blaðamaður virðist ekki telja þjóðkirkjuna sem trúfélag..

Kaþólska kirkjan er víst stærst á Íslandi, svo er hvítasunnusöfnuðurinn og ásatrúin í þriðja sæti.

Anna (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband