Hvað með samfélagsþjónustu?

Ég er í engri aðstöðu til að dæma í þessu máli en velti því fyrir mér hvort það sé ekki eðlilegt í stað þess að fresta alveg refsingu (voru henni ekki dæmdar neinar bætur?) að dæmi gerendur til samfélagsvinnu.

Ég er maður fyrirgefningarinnar og hef takmarkaða trú á fangavist ungs fólks - sýni það iðrun. En ég er sammála um að dómur þarf að hafa einhvern fælingarmátt.


mbl.is Eins og blaut tuska í andlitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Kolbeinsson

Að öllu leyti þá gefur þessi dómur röng skilaboð. Það má hópast saman og misþyrma öðrum. Ef þú ert undir 18 þá er bara smá "skammskamm" og engar afleiðingar. Uppeldi virkar í gegnum orsök og afleiðingu. Gerðu gott og þú færð gott til baka, gerðu slæmt og útkoman er neikvæð. Hérna er það hundsað og þessir einstaklingar eru mjög ólíklegir til að draga nokkurn lærdóm út úr þessu.

Það sem verra er, önnur skítseyði í samfélaginu eru líkleg til að horfa á þennan dóm sem leyfi til að misþyrma öðrum.

Greyið stelpan hefði sennilega fengið meiri nálgun í málinu (náð að vinna úr málum, losna við martraðir o.þ.h.) með því að taka lögin í eigin hendur. Það eru hin skilaboðin úr þessu máli. Þeir sem verða fyrir alvarlegum árásum eiga greinilega frekar að fara að taka lögin í eigin hendur en að fara í gegn um réttarkerfið.

En það passar svosem við önnur ofbeldisverk eins og t.d. nauðgun. Á Íslandi komast þau mál yfirleitt ekkert inn í dómskerfið og þolendur verða bara að sætta sig við að öllum er skítsama. Sama með barnaperrana.

Dómstólar vilja greinilega ekkert frekar en að þolendur taki lögin í eigin hendur, en þetta getur ekki endað öðruvísi.

Ari Kolbeinsson, 14.12.2009 kl. 18:23

2 identicon

Aumingjadýrkunn er íslenska dómskerfið í hnotskurn og það sendir stöðugt röng skilaboð út í samfélagið, sem eru að glæpir borga sig; fjárglæpir sem þjóðin nú sýpur seyðið af er gott dæmi um þetta: Stela bara nógu miklu !

Sjálfgræðgisflokkurinn sat lengi í dómsmálaráðuneytinu og nagaði blýanta- nær hefði verið að gera skurk í réttarkerfinu et cetera.  Uppfæra löggjöfina á ýmsum sviðum, löngu úrelta, og meingallaða enda hugsa fjárglæpamenn útrásarinnar sér gott til glóðarinnar, þeir stálu og mottóið var að stela bara nógu miklu !  Lög og reglur á Íslandi, þessari útnára ballarhafseyju spilltra fjárglæframanna og misvitra (sumra spilltra) stjórnmálamanna, Litlu Nígería Norðursins, ná ekki yfir gjörningana.

Því miður verða þolendur ofbeldisglæpa enn og aftur að súpa seyðið af þessu meinsemdarheilkenni í íslensku réttarkerfi sem kallast aumingjadýrkunn og afleiðingin er sú að gerendur ofbeldisglæpa eru ekki látnir sæta ábyrgð og réttilegri refsingu gjörða sinna.

Skemmdir ávextir verða ekkert skárri þó að hýðið sé skrælt af þeim !

Réttarkerfið á Íslandi er skrípaleikur og hlandfor forheimskunnar...

enda er til vitnis um það sú fásinna, tímaeyðsla og peningasóun, að nauðsyn beri til að fá fíkniefnasmyglara framselda frá Brasilíu svo að þeir geti gist og afplánað á yfirfullu Hóteli Litla Hrauns- Nei megi þeir taka út sína refsingu og sæta ábyrgð gjörða sinna þar sem afbrotin eru framin og hart er tekið á slíkum glæpum.

Halli (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 19:27

3 identicon

Það er því miður ekki hægt að dæma fólk til samfélagsþjónustu á Íslandi

Unnur Markúsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband