Strætó og kraftur bæjarbúa

Bæjarstjórnin var einhuga þegar hún beindi því til stjórnar Strætó, að hún taki upp viðræður við umhverfisráðuneytið og samgönguráðuneytið um möguleika ráðuneytanna í kostnaði við gjaldfrjálsar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er kannski bara hænufet áleiðis en skref í rétta átt. Kannski það takist að fá fólk til að nýta almenningssamgöngur og spara þessa gríðarlegu bílanotkun. Hins vegar vissi fráfarandi framkvæmdastjóri Strætó ekki hverjar tekjur væru af innanbæjarakstri í Hafnarfirði þegar undirritaður spurði hann svo eitthvað vantar upp á að lykiltölur í rekstrinum liggi fyrir.

Nú er búið að stofna samtök til stuðnings stækkun álversins. Þar fóru fremstir, forsvarsmenn fyrirtækja sem vinna mikið fyrir Alcan og segja þeir einsýnt að verði álverið ekki stækkað, verði það lagt niður og það muni hafa gífurleg áhrif á fjölmörg fyrirtæki í Hafnarfirði. Spennandi verður að sjá hvernig þetta nýja félag ætlar að berjast fyrir sínum skoðunum en þetta sýnir þó að Hafnfirðingar geta, ef hart er barið á, hópast saman um málefni sem skipta bæjarbúa miklu. Gaman væri ef bæjarbúa létu sig skipulagsmál almennt skipta máli og mættu á auglýsta fundi sem Hafnar­fjarðarbær stendur fyrir. Hverfafundir, lesist íbúaþing, mættu vera haldnir reglulega og verður fundur íbúa í Vestur- og Norðurbæ vonandi til þess að auka áhuga íbúa hverfanna á umhverfi sínu og að standa vörð um útivistarsvæði. Víðistaðatúnið er gott dæmi um svæði sem þarf að standa vörð um og það var ekki spennandi að hlusta á bæjarfulltrúa tala um að taka frá svæði undir grunnskóla við túnið, sem örugglega skerðir aðkomu og bílastæði við svæðið.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband