Dapurlegt viðhorf í jafnréttismálum

Mikið er það dapurlegt að þurfa að lesa svona ferkantaða og afbakaða skoðun á jafnrétti. Vill þingmaðurinn ekki taka réttinn út úr orðinu og setja eitthvað annað í staðinn. Þó ég hafi rétt til að bjóða mig fram til trúnaðarstarfa, þá er það ekki skylda mín. Mitt er valið. Sama er um jafnréttið. 

Það er líka röng nálgun að setja kvótakerfi á karla og konur enda er jafnrétti kynjanna aðeins eins mynd jafnréttis.

Hvað er "karlalykt í viðhorfum" Birgitta? Lyktar þessi fullyrðing þín ekki af fordómum?

Það hlýtur að vera vilji okkar allra að tryggja öllum jafnan rétt. Ekki bara til að stjórna, heldur til að fá að ráða hvað þeir gera - hafi þeir þá hæfileika og getu til þess.

Mér hefur alla tíð þótt asnalegt að allir hafi ekki sama rétt. Ég man reiðina sem bjó inni í mér þegar ég heyrði að svart fólk fengi ekki að sitja í strætó.

Hingað til hafa þeir sem eru á móti kvótaskiptingu í jafnréttismálum verið sagðir mótfallnir jafnrétti. Nú er mál að linni og tími til að breyta viðhorfi fólks. Allir eiga að vera jafnir.

Til þess þarf ekki einhvern annan til að raða þeim á bása!


mbl.is „Sorgleg afturför í jafnrétti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband