Hrós til menntamálaráðherra

Nú er ég stoltur af menntamálaráðherra - að þora að segja það sem flestir hugsa. Það á enginn að geta krafist þess að vilji meirihlutans eigi að víkja fyrir minnihlutanum. Við erum öll jöfn en samt öll mismunandi, það ber að virða en til þess þarf ekki að steypa öll í sama form.

Ég er reyndar búinn að fá mig svo fullsaddan af þessum samtökum, Siðmennt, og ég tel þau skemmandi fyrir þjóðina. Ef einhver vill ekki láta ferma sig, þá er það sjálfsagt mál. Ef menn vilja láta búa til aðra athöfn í staðinn, þá fer skilningur minn minnkandi og þegar fólk notar sama hugtak, fermingu og bætir borgaraleg fyrir framan þá er ég hættur að skilja og upplifi það sem árás á fermingu sem svo mörg trúfélög og kirkjur hafa notað. Kannski samkeppnisyfirvöld ættu að fjalla um þetta eins og deilur um nöfn á leigubílastöðvum.

Ef börnin okkar fara með Faðir vor eða aðra bæn í upphafi skólatíma þá er það hið besta mál ef skoðanir þeirra, sem ekki aðhyllast Kristni eða einfaldlega vilja ekki vera með, eru virtar. Látum ekki traðka á skoðunum okkar.

Það er engin siðbót í Siðmennt.


mbl.is Ráðherra segir Siðmennt misskilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kærleiksríkt & kristilegt umburðarlyndi þitt á sér engin takmörk, að meirihluti vilji eitthvað í svona málum skiptir ekki máli, þér er í sjálfsvald sett að setja þín börn í hvað sem utan skóla, það er engin að banna þér það, það er bara verið að biða um að virðing sé borin fyrir þeim sem eru ekki eins og þú

DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 09:29

2 Smámynd: Sigurður Hólm Gunnarsson

 Satt og logið um stefnu Siðmenntar

Ég hef ákveðið að taka saman á einn stað flestar (en ekki allar) þær greinar sem ég hef skrifað vegna rangfærslna um Siðmennt. Satt að segja er ég orðin þreyttur á að hrekja sömu rangfærslurnar ofan í oft sama fólkið aftur og aftur. Ég hvet lesendur því að lesa þessar greinar fyrst og gagnrýna svo stefnu Siðmenntar. Það fer ótrúlega mikill tími í að svara fyrir stefnu sem Siðmennt hefur alls ekki.

<a href="http://www.skodun.is/archives/2007/01/12/satt_og_logid_um_stefnu_sidmenntar.php">http://www.skodun.is/archives/2007/01/12/satt_og_logid_um_stefnu_sidmenntar.php</a>

http://www.skodun.is

Sigurður Hólm Gunnarsson, 1.12.2007 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband