Ekki staður fyrir mótorhjól

Akstur torfæruhjóla á Hvaleyrarvatni hefur verið mörgu útivistarfólkinu til mikilla ama vegna hávaðamengunar. Enginn hefur fylgt eftir reglum sem gilda um heimild til takmarkaðs ísakstur vélhjólamanna og hér má sjá úr fundargerð Skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðarbæjar:

26. US060063 - Mótorcross við Hvaleyrarvatn
Tekið fyrir málefni akstur mótocrossmanna á Hvaleyrarvatni. Umhverfisnefnd/Sd 21 lagði 13.12.2006 það til við skipulags- og byggingarráð að sú heimild sem gefin var út af bæjarráði þann 26. janúar 2001 að heimila mótorcrossmönnum að nota Hvaleyrarvatn fyrir íþrótt sína verði afturkölluð. Enda sé það sýnt að þær takmarkanir sem fram koma í heimildinni séu ekki virtar og skv. birtu og samþykktu deiliskipulagi fyrir Hvaleyrarvatn og Höfðaskóg kemur fram í greinargerð: "Öll umferð vélhjóla og bifreiða verði bönnuð á vatninu og utan vega á svæðinu."
Umhverfisnefnd/SD21 leggur þó áherslu á að ekki sé lagt til að mótorcrossmenn verði sviptir æfingasvæði heldur strax gengið í það mál að útvega annað svæði þar sem minna ónæði verði af þeim og á þannig stað að skilgreind útivistarsvæði losni með öllu við ónæði af þessum toga.

Skipulags- og byggingarráð tekur undir afgreiðslu Umhverfsinefndar/Sd21 um að lagt verði til við bæjarráð að draga heimild til baka sem gefin var út af bæjarráði árið 2001 og bendir jafnframt á að í lokavinnslu er nú svæði fyrir akstursíþróttir í Kapelluhrauni, þar sem m.a. er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ísakstur.


mbl.is Tveir menn féllu niður um ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló sofandi umferðarráð. Að gefa grænt ljós á þessi farartæki er afturför eins og allt sem snýr að þessu svokallaða umferðarráði.Nú er búið að loka augum fyrir bílum með svokallað KRAFTPÚST ökumenn þeirra farartækja halda vöku fyrir saklausu fólki um nætur.Og til þess að mynda hávaðann þarf að gefa í og þá eykst hraðinn og hvað gerist þá ? Kæra Umferðarráð sofið nú korter í viðbót og farið svo á fætur og farið að gera eitthvað að viti

lelli (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 19:01

2 identicon

Hallo...vakna..það eru þúsundir manna og fjölskyldna sem stunda þetta sport á íslandi í dag...þannig að svona kommúnistahugun...banna þetta og banna hitt gerir ekki það rétta í stöðni..sannið til. Það er með ólíkindum að Hafnarfjarðabær sem hefur í gegnum tíðina leyft þenna akstur skuli núna ætla að baka með opnunina vegna hávaðarmengunar. Þvi fyrr sem nátúru og útivistar fók fer að líta á okkar hóp sem slíkan þá fer loksins að vera hægt að vinna að einhverju viti í þessum málum.

Að banna þetta væri í lagi ef það yrði komið upp viðunandi aðstöðu fyrir þennan stóra hóp manna og barna.

Guðbjartur (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 19:27

3 identicon

Kyotobókun það má ekki lykta illa má ekki vera ljótt en hávaði það er ekki innan ramma kyotobókunar.Fjölskyldur sem elska hávaða og detta niður um ís ekki vera þar sem ég er

lelli (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 19:56

4 Smámynd: Sævar Örn Eiríksson

Þess má til gamans geta að eina svæðið í Hafnarfirðið fyrir drullumalarana okkar er á Hvaleyrarvatni.

Sævar Örn Eiríksson, 24.2.2008 kl. 20:38

5 identicon

Út í náttúruna fer ég til að finna kyrrð frið og ró!

lelli (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 20:46

6 identicon

Hvergi mega vondir vera !

Staðan er nú reyndar sú að akstur vélhjóla á Hvaleyrarvatni er enn leyfð, leyfið hefur ekki ennþá verið tekið til baka. Ég vona að Hafnarfjarðarbær sjái sóma sinn í því að finna a.m.k. annan stað svo áhugafólk geti stundað áfram sína íþrótt á ís, þ.e.a.s. ef þeir ætla að afturkalla leyfi sitt.

Sem betur fer höfum við ekki öll áhuga á því sama, sumir einfaldlega vilja hafa hraða og hávaða tengdum sínum íþróttum. Aðrir kjósa frekar meiri ró í sínu sporti. Og því spyr ég, af hverju mega ekki allir stunda sín áhugamál án þess að upp komi reiði og pirringur í þeim sem ekki stunda umrætt sport ? Þetta er eini staðurinn á höfuðborgarsvæðinu (svo best sem ég viti) þar sem áhugafólk um vélhjól geta ekið á ís. Það eru fleiri útivistarsvæði í boði fyrir þá sem kjósa ró og næði ekki svo langt frá Hvaleyrarvatni, hvað með Heiðmörk t.d. ! Því megum við ekki bara eiga þetta svæði fyrir okkur, þið hafið öll hin !

Heiða (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 23:11

7 identicon

Úff hvað það eru allir á móti mótorhjólum.Skil að menn séu illir út í Racerana sem keyra eins og hálfvitar en það eru ekki allir.Síðan eru þetta örfáir krakkabjánar sem foreldranir eru of uppteknir að vinna fyrir öllu fína dótinu jeppanum fína húsinu sumarhúsinu og öllu draslinu að þau geta ekki stoppað að vinna til að ala barnið.

Svo eru það þessir enduromenn sem njóta þess að ferðast á sínum hjólum eftir slóðum og vegum fjarri byggð enda löglegir og á hvítum númerum svo vinsamlega ekki setja okkur hjólamenn alla undir sama hatt og dæma okkur út frá svörtu sauðunum sem við erum að reyna að siða til.

Hef seð göngufólk henda logandi sígarettu frá sér að hausti í skóg og sinu á ég að dæma allt göngufólk út frá því,að það sé allt upp til hópa sóðar og sé að reyna að kveikja í heiðmörkini

Sá nýlega myndband sem er að verða að dómsmáli þar sem tamninga maður lemur hest í refsingu,eru þá hestamenn allir upp til hópa dýraníðingar,tala ekki um drukkin hestamann sem ég átti orðaskifti við eru allir hestamenn bara tómar fyllibyttur

Svo eru það þessir rollubændur í hafnarfirði og grindavík spólandi á sínum jeppum með kerrur í eftirgöngum á haustin eftir frost í regni hvað með þá og alla bændur eru þetta landspjallamenn allt saman þá

Hættið að dæma okkur hjólafólk og hvar við erum að hjóla lítið í ykkar eigin barm og reynið að vera sátt við allt og alla ekki alltaf vera að etja fólki saman.

Kærar kveðjur

Guðmundur

Guðmundur (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 23:43

8 identicon

Það er bara svo míkil synd að ekki sé hægt að líta á okkur sem ökum um á enduro/krosshjólum sem útivistarhóp, verður maður endilega að vera með göngustafi og í goritex fötum til að stunda útivist? Ég man í þá gömlu daga þegar ég fór með Guðna og hinum skátunum í skátaferðir, þá var míkið um útivist en sú útivist hún höfðar ekki til mín í dag, því ég hef meiri áhuga og ánægju að skoða landið á Enduro hjóli en gangandi. Á veturnar eigum við oft erfit með að stunda okkar sport og þá er gráupplagt að skella sér á ísinn á Hvaleyravatni þeir dagar sem við höfum til að leika okkur á ís eru ekki það margir á hverju ári að ég skil ekki af hverju fólk þarf að grenja úr sér augun yfir því að við hjólum þarna á ís í svona ca20 daga á ári.

Ástþór (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 00:16

9 Smámynd: Mikael Þorsteinsson

Sammála þessu, sjálfur er ég með mikinn áhuga fyrir motocrossi og enduro svo eitthvað sé nefnt... Flest lönd bjóða motocross áhugamönnum mjög svo viðunnandi svæði til að fá smá útrás fyrir þessa gífurlega vinsælu íþrótt. Þetta er með vinsælli íþróttum hérlendis en hvergi nokkurs staðar eru viðunnandi svæði fyrir hjólafólk á landinu, nema á hvaleyrarvatni..  Síðan segja margir að við getum bara hjólað á okkar sérútbúnu brautum sem eru grafnar útum allt land.. Það er nú aldeilis gaman að fara á brautirnar þar sem að lögreglan kemur og stoppar akstur í þessum brautum hvort sem er, þrátt fyrir að þetta séu ákveðin svæði til þess einmitt að hjóla smávegis á. Sjálfur þoli ég ekki þessa nokkru svörtu sauði sem geta aldrei lært neitt eða skammast sín fyrir að fremja náttúruspjöll með þessu sporti. FJÖLGIÐ svæðum þar sem er HÆGT að hjóla á, takk fyrir! ;)

Mikael Þorsteinsson, 25.2.2008 kl. 05:12

10 Smámynd: Guðni Gíslason

Það er gott að fá umræðu um þetta mál en þá má ekki setja þetta í þann farveg að þetta snúist um það að vera með eða á móti vélhjólafólki. Málið snýst ekki um það. Málið snýst um það hvort ónæði sem einn veldur eigi að hrekja aðra í burtu. Í öllum umgengnisreglum segir að taka skuli tillit til annarra. Í lögreglusamþykktum er kveðið á um slík mál og einnig í fjölbýlishúsalögum svo þetta er ekkert nýtt. Staðreyndin er sú að Hvaleyrarvatn og umhverfi þess er útivistarsvæði fjölda fólks og hefur verið um áratuga skeið en aldrei meira en undanfarin ár. Ýmsir hafa sett ljótan blett á þetta svæði. Fólk sem hendir hundaskít í plastpokum við stíga og götur, fólk sem kveikir í ruslafötum, hestamenn sem ríða á göngustígum, fólk sem skilur drasl eftir á víðavangi, mótorhjólamenn sem fara eftir göngustígum, mótorhjólamenn sem þeysast á ísnum svo fólk vart getur talað saman við vatnið og svona mætti áfram telja. Það er ástæða fyrir því að hljóðkútar eru settir á bíla.

Hafnarfjarðarbær er að gera vel fyrir akstursíþróttir og flott svæði er í undirbúningi. Ég spyr hins vegar þegar fé er dælt úr sameiginlegum sjóðum bæjarbúa: Hversu langt á að ganga í að kosta áhugamál fullorðins fólks? Hvar er jafnréttið í þeim efnum? Það á ekki alltaf að krefjast þess að bærinn geri allt fyrir okkur.

Guðni Gíslason, 25.2.2008 kl. 08:39

11 identicon

Þetta eru nokkrir dagar á ári sem að þeir geta leikið sér á ísnum og þá geta þeir sem að vilja ganga í hljóði gengið einhversstaðar annarsstaðar.  Það er nóg af fallegum gönguleiðum en ekki nóg af stöðum fyrir mótorhjólafólkið.  Ég á ekki hjól sjálf og hef aldrei átt, en mér finnst samt gaman að sjá hjólin leika sér á ísnum þegar hann er frosinn.

Helga (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 10:04

12 identicon

Flott að fá innileg í þetta frá þér Guðni. Þú spyrð Hversu langt á að ganga í að kosta áhugamál fullorðins fólks? Hvar er jafnréttið í þeim efnum? Það á ekki alltaf að krefjast þess að bærinn geri allt fyrir okkur.

Hver kostar byggingar á íþróttarhúsum undir boltaíþróttir og aðrar íþróttir sem þar eru stundaðar af börnum og fullorðnum???

Svar: Ríki og borg um 80%...félögin um 20% 

Hver kostar uppbyggingu á Hestamanna mannvirkjum sem þar eru stundaðar af börnum og fullorðnum???

Svar: Ríki og borg um 80%...félögin um 20% 

Hver kostar uppbyggingu á svæðum fyrir golfáhugamenn sem þar eru stundaðar af börnum og fullorðnum???

Svar: Ríki og borg um 80%...félögin um 20%

Hver kostar uppbyggingu á útivistasvæðum sem göngufólk notar og stundaðar af börnum og fullorðnum???

Svar: Ríki og borg 100%

Hver kostar uppbyggingu á slóðum/brautum og aðstöðu fyrir ört stækkandi hóp Vélhjólammanna sem ákveðið hafa að stunda þetta sport

Svar: Ríki og borg um 1-5%...félögin um rest...og það sem upp á vantar finnur fólk hjá sér staði til að stunda þetta...og þar myndast allur úlfurin í þessum málum.

Svona mætti lengi telja.

Ef við tökum þetta svæði tildæmis og kíkjum í kringum okkur,þá er ljóst að útivistarfólk sem vil frið og kyrð yfir Vetrartímann getur valið sér staði eins og Lækjabotna,Vífilstaði,Heiðmörk,Krísuvík,Álftarnes...og fleiri og fleiri staði.

Bönn á svona akstri gerir ekki það sem þarf til að sætta þessa hópa....samstarf er það sem þarf og eftirlit.

Útivistarfólk sem vill þennan frið og kyrð ætti að líta sér nærri og gefa okkur þennan skika eftir á Verurnar(Það er að segja þegar vatnið leggur Ís sem hefur nú ekki verið margir dagar síðustu ár)...svo geta þau nýtt sér hann á sumrin...og hina 300 dagana sem ekki leggur ís á þetta blessaða vatn.

Guðbjartur (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 11:23

13 identicon

Ég segi nú bara amen við þessu sem Guðbjartur segir. Ég bara skil ekki hvað fólk þarf alltaf að vera með skítkast út í okkur mótocrossfólk.

Hvað varðar þetta "Ýmsir hafa sett ljótan blett á þetta svæði. Fólk sem hendir hundaskít í plastpokum við stíga og götur, fólk sem kveikir í ruslafötum, hestamenn sem ríða á göngustígum, fólk sem skilur drasl eftir á víðavangi, mótorhjólamenn sem fara eftir göngustígum, mótorhjólamenn sem þeysast á ísnum svo fólk vart getur talað saman við vatnið..."

Af öllu þessu finnst þér þetta verst, að geta ekki talað saman við vatnið? Ertu að gera grín?

Varðandi þetta flotta svæði sem er í undirbúningi. Það er búið að vera í undirbúningi á mörg mörg ár en aldrei hafa neinar framkvæmdirinar verið. Nýjasta nýtt eru einhverjir sem kalla sig Hraunavinir. Þeir vilja ekki motocross brautina sem á að vera þarna, því það er eitthvað hraun sem fer undir akkúrat hana. Ég bara spyr hvar endar þetta?

Af hverju megum við ekki fá svæði fyrir okkur þegar nýjar íþróttahallir undir ALLAR aðrar íþróttir rísa nánast á ári hverju fyrir miljarða og hver er það sem borgar það?

Síðan tala þú um íbúðarhús og hljóðmengun. Það er reyndar ekki fyrr en eftir 11 á kvöldin sem hægt er að kvarta yfir hávaða. Gildir þá ekki það sama um okkur ?

Ragnhildur (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 13:22

14 identicon

Sæll Guðni

Alltaf ánægjulegt að fá vitiborna umræðu um mótorhjól og þá sérstaklega frá fólki sem er án fordóma.  Já, sei,sei.  Annars hef ég ekki mikið heyrt kvartað í samfélaginu yfir öllum þeim gjöldum sem þessi útivistarhópur greiðir til samfélagsins og ef aðeins brot af því fengist til uppbyggingar á aksturssvæðum að þá ættum við Íslendingar líklegast eitt flottasta svæði veraldar...  Árið 2006 voru flutt inn tæplega 5.700 vélknúin ökutæki sem flokkast til hjóla.  Ætla má að skatttekjur samfélagsins í formi vörugjalda og virðisaukaskatts sé vel á annan milljarð króna eingöngu það ár.  Allur okkar öryggisbúnaður er sérstaklega skattlagður.  Motorcrosshjól eru sérstaklega ætluð á lokuðum svæðum, samt erum við eina landið í Evrópu sem fer fram á götuskráningu slíkra hjóla og rukkum ökumannstryggingu eins og um bifreið sé að ræða þrátt fyrir að þessi tæki megi alls ekki vera á vegum landsmanna.  Svona til upplýsingar fyrir þig að þá fær sá aðili sem kaupir sér nýtt motocrosshjól rukkun upp á litlar 5-600 þ.kr. fyrir eitt hjól, ætli það fari ekki að greiða niður trygginar á öllum fjallabílum landsmanna.  Það sem meira er, við kaupum töluvert af eldsneyti sem ber sérstakan vegskatt þrátt fyrir að motocrosshjólin megi ekki vera í umferðinni.  Ja, nú segir maður bara eins og meintur Pólverji á Spaugstofunni, "sniðugt á Íslandi".     

Maður situr stundum á gati yfir því að menn skuli ekki geta setið á sér þá nokkra daga á ári sem vatnið er ísi lagt og leyft þessum hópi að njóta þess að vera til.  Já, Ísland hefur nefnilega ekki verið svo mikið "ÍS-land" síðustu ár og er langt síðan að ég hef upplifað jafna langa viðurveru snjós hér á höfuðborgarsvæðinu.  En ég er gamall flugbjörgunarsveitarhundur, veiðimaður á bæði stöng og skotvopn og byrjaði að labba til fjalla með karli föður mínum um átta ára aldur.  Var ég búin að gleyma að nefna að ég var líka hundaeigandi til margra ára og fór iðulega á þetta svæði til gönguferða...  Ég hef séð margt miður í samfélaginu varðandi náttúruna og verð alltaf jafn upprifin þegar ákveðnir hópar eigna sér heiður af náttúruvernd, alla vega á prenti.  En þegar á hólminn er komið að þá stunda flestir þessara hópa þá stefnu,"bara ef það hentar mér"...  Varðandi uppbygginguna í Hafnarfirði, að þá skulum við fagna henni þegar hún loksins verður að veruleika, en hún er búin að vera í burðarliðnum í 8-10 ár.  Þú talar jafnframt um að þetta sé eingöngu sport fullorðina, þar hefurðu einnig mjög rangt fyrir þér.  Við öll fjölskyldan, drengur 9 ára, stúlka 15 ára, móðir 41 árs og faðir 40 ára, stundum öll þessa íþrótt og satt að segja eru fá íþróttagreinar sem veita manni jafnmikla samveru og þessi.  En við eyðum að meðaltali 6 tímum á dag yfir sumartímann, alla daga vikuna, saman.  Það er sjálfsagt meira en flestir gera með sín börn, eða hvað?

Svona að lokum, að þá vill ég segja þér að ég var líka einu sinni afskaplega á móti þessum hóp og var ástæðan fyrst og fremst þekkingar og skliningsleysi.  En sem betur fer, að þá er ég maður til að átta mig á því þegar ég hef gert mistök eða dæmt fólk að ósekkju.  Þannig að ég á ennþá von um að þú eigir eftir að öðlast skilning á þínum efri árum.  Ef þú villt kynnast þessu sporti að þá er þér velkomið að senda mér póst og ég skal með glöðu geði aðstoða þig. 

Sverrir (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 16:33

15 Smámynd: Guðni Gíslason

Takk fyrir umræðuna. Það er svo undarlegt í svona heitum umræðum að menn tala framhjá hverjum öðrum. Ég sagði t.d. aldrei að mótorhjólasport væri bara fyrir fullorðna og hef birt fréttir í Fjarðarpóstinum að ungum vélhjólamönnum í öflugu starfi. Mín almenna skoðun er að fullorðið fólk á að standa undir sínum áhugamálum. Þetta er hins vegar ekki alveg einfalt því erfitt er að aðgreina kostnað vegna barna og unglinga frá kostnaði vegna fullorðinna. Það liggur ljóst fyrir að Hafnarfjarðarbær er að leggja háar upphæðir fyrir aksturíþróttir. Bara svæðið sem notað verður er gríðarlega mikils virði. Ég held að flestir fagni því að staðið verði vel að þessari uppbyggingu og vonandi koma fleiri að þeirri uppbyggingu.

Þó svo að menn séu ekki sama sinnis þurfa þeir alls ekki að vera óvinir. Leyfið fyrir ísakstur var veittur með ákveðnum skilyrðum. (Hvort leyfið var veitt skv. eðlilegum reglum og álit annarra veit ég ekkert um.) Þau skilyrði hafa ekki verið uppfyllt. Þarna hafa líka verið óskráð hjól sem aðeins mega vera inn á lokuðum brautum. Það er óþarfi að verja það. Það er ekki allt slæmt. Vélhjólamenn hafa stundum tekið tillit til beiðna og flutt sig sunnar á vatnið til að valda minni truflun. Það þurfa að gilda almennar umgengnisreglur. Það er ekki í lagi að hestamenn séu að ríða hestum sínum í sandfjörunni og út í vatnið á sama stað og börn eru þar að leik og síst á sama tíma. Þetta hefur gerst. Það á að mega gagnrýna skussana, þeir skemma fyrir hinum. Það hafa hestamenn séð og hafa reynt að hindra að sitt fólk brjóti reglur. Það þurfa mótorhjólamenn að gera í ríkara mæli, þá fá menn betri stuðning almennings. Lifum í sátt og samlyndi og tökum reynum að setja okkur í spor annarra.

Guðni Gíslason, 25.2.2008 kl. 17:34

16 identicon

Umburðarlyndi er það sem vantar, mótorhjól gefa frá sér hávaða en það er ekki neitt ólöglegt við það, þau standast öll ströng innflutningsskilyrði sem eru að mig minnir eitthvað um 98db, flest öll eru eitthvað undir þessari viðmiðunartölu en hljóð frá fjórgengis og tvígengis hjólum er ekki á sömu tíðni og berst þess vegna mis langt. Annar útivistahópur sem búið er að moka í peningum hér á höfuðborgarsvæðinu gefur frá sér all slæma lykt og sá þriðji eitthvað annað. Þess vegna er það sem ég var að tala um hér ofar í þessu spjalli að við verðum að veita hvert öðru tillitssemi og ég var bara að biðja um það að mótorhjólamenn fengju hana í svona 20-30 daga á ári á Hvaleyravatni. Vötnin hér í kringum Hafnarfjörð leggja ekki, ekki nema Hvaleyrarvatn. 

Misjafnt fé er í hverri hjörð og eru hjólamenn enginn undantekning þar á eins og dæmin hafa sannað en í stað þess að bæta okkar aðstöðu og gera okkur kleift að stunda okkar útivist er alltaf beit bönnum og sést það kannski best í kringum Kleifarvatnið og þar uppfrá.

Svo er mér spurn með hávaða skildi það eyðileggja upplifun göngufólks að heyra í þotu eða flugvél fljúga í háloftunum meðan á göngu stendur á ekki að banna flugumferð yfir þetta heilaga 103,000km2 land okkar? Er fólk ekki líka farið að ergja sig á flugmódelvellinum sem er rétt við Hvaleyrarvatnið? 

Ástþór (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 22:48

17 identicon

Það er slæmt ef það á við rök að stiðjast að óskráð hjól séu á Hvaleyrarvatni, hinsvegar er rétt að benda á það, eins og Sverrir segir, að motocross hjól á Íslandi þurfi skráningu eins og ökutæki, og ber þeim því að bera númeraplötu, af staðlaðri stærð frá Umferðarstofu, sem er n.b. ekki gert ráð fyrir á torfæruhjólum. Plöturnar eru svo stórar að það er nánast illmögulegt að hægt sé að koma þeim fyrir á hjóunum, svo ekki skapist hætt af.

Því kann ástandið vera mun betra en það kann að líta út fyrir!

Auk þess er gengið hart á eftir því að menn séu með sín mál á hreynu, í öllum þeim keppnum sem haldnar eru hérlendis.

Tryggingarfélögin bjóða einungis "skaplegt" verð, ef tryggt er allt árið, annars er það um 1000kr á dag, fyrir íþróttatæki sem hafa mun lægri slysatíðni en flestar ef ekki allar boltaíþróttir. "sniðugt á íslandi"

Því er ekki nema von að fólk sé fljótt að svara fyrir sig, þegar verið er að taka af þeim eina viðurkennda svæðið til ísakstur á höfuðborgarsvæðinu því það veldur truflun á þessu frímerki, fólk sem stundar motocross/enduró ýmist sem íþrótt eða tómstund, og mætir stanslausum fordómum og skilningsleysi í þjóðfélaginu.

http://www.aihsport.is/index.php?option=com_content&view=article&id=73&Itemid=66

Kristján Arnór Gretarsson (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 14:32

18 identicon

Eitt er þó á hreinu Guðni. Þessi hjól eru komin til að vera....það er ekkert sem getur breytt því. Þess vegna verða útivistarhópar að ná saman með notkun á þeim svæðum sem eru í boði. Annars fer utanvegaakstur í sömu stöðu og hann var fyrir 3-4 árum. Það hefur mikið áunnist á s.l. 3-4 árum í að stýra fólki frá þeim svæðum sem óæskileg eru,og ef það er vilji einhverja að þetta snúist aftur á byrjunarreitt þa´er það mjög óábyrgt Við skulum ekki gleyma því líka að hvaleyrarvatn er tiltölulega öruggt vatn til aksturs þar sem dýpi á því er ekki nema 2-3 metrar að meðaltali.

Þú sem ritmaður mikil og spekúlant ættir að sjá hag Hafnarfjarðarbúa í þessu samhengi ef þér þykir vænt um buddu Hafnfirðingsins. Ef það verður sem maður vonar að Hafnarfjarðabær komi þessu húsi og svæði á koppinn sem um er rætt í Kapelluhrauni,þá hlýtur þú að sjá það að þetta er mikil fengur fyrir Hafnarfjarðabúa. Þessar þúsundir sem myndu sækja þetta hús/svæði þurfa að kaupa töluvert af þjónustu í kringum sportið sitt,og nægir þar að nefna Bensín á fákinn og mat fyrir ökumenn.

Guðbjartur (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 17:31

19 Smámynd: Guðni Gíslason

Þetta er orðin skemmtileg og fróðleg umræða. Þó hafa viðhorf annarra en vélhjólaáhugamanna lítið heyrst og er það miður. Ef þið, félagar, eruð tilbúnir að vinna gegn utanvegaaktri sem alls ekki liðin tíð þá er það fagnaðarefni enda eru þeir vélhjólamenn sem það stunda að eyðileggja mikið fyrir öðrum vélhjólamönnum og hafa skapað þá andúð sem þið hafið fundið fyrir. Aksturssvæðið í Kapelluhrauni er metnaðarfullt verkefni og þar þýðir ekki að bíða bara eftir því að bæjarsjóður dæli út peningum og framkvæmi, frumkvæðið þarf að sjálfsögðu að vera hjá þeim sem ætla að nýta svæðið spurning hvort ekki sé kominn tími á að félögin og jafnvel fleiri stofni sérstak fyrirtæki um uppbyggingu og rekstur slíks svæðis. Svona svæði verður ekki rekið í sjálfboðavinnu. Þetta svæði þarf að vera metnaðarfullt og glæsilegt og þá hefur það jákvæð áhrif langt út fyrir akstursíþróttina. Eða hafa menn kannski hafið undibúning á stofnun slíks fyrirtækis/félags?

Ég ítreka að utanvegaakstur og vanvirðing við lög og reglur er eitthvað sem þarf að vinna á og ekkert fer meira í taugarnar á mér á göngu úti í náttúrunni að sjá för eftir bíla eða mótorhjól þar sem þau eiga ekki heima. Girðingar virðast ekki hindra neitt, ég hef fylgst með mótorhjólamönnum þeysast upp á hæðirnar ofan við Kaldársel þar sem öll umferð vélknúinna tækja er bönnuð og víðar. Slíkt á ekki að líðast og ekki er ég tilbúinn til að styðja að slíku fólki verði hyglt með fjárútlátum úr bæjarsjóð og kemur það niður á öðrum sem ekkert hafa gert af sér. Ég játa að ég vil frekar sjá vélhjólamenn á skilgreindum tíma á skilgreindum stöðum á Hvaleyrarvatni en að sjá þá utan vega. En sennilega kemur eitt ekki í veg fyrir hitt.

Guðni Gíslason, 27.2.2008 kl. 22:31

20 identicon

já, það er bara verst að svona umræður tengjast oftast einhverju neikvæðu.

Og það er örugglega erfit að dæma um það, hvor verði pirraðri ég eða þú,

þegar maður kemur að landskemdum eftir vélhjól!

En endalausar lokanir, bæta ekki ástandið, þegar ekkert er boðið í staðin!

(og þá er ég EKKI að að setja upp samhengi mill afturköllunar leyfis á

Hvaleyrarvatni og auknum utanvegaakstri, slíkt er fásinna)

Vinna gegn utanvegaakstri, er og mun vera í fullum gangi innan félagana,

sem dæmi var óskað eftir samstarfi við Reykjanes fólksvangs til þess að

stýra umferð vélhjóla þar til betri vega, en fordómar stjónenda þar hröktu

það strax út af borðinu, það sama má segja um tímbundi leyfi (að vori til.

til akstur á afmörkuðu svæði í leir og mold við Kleifarvatn, það leifi var

svo afturkallað eftir að óvinur okkar, aðstoðamaður sýslumanns í Keflavík

kaffærði málið í pappísflækju, og svo mætti lengi telja.

Síðastliðin tvo ár hefur Umhverfisnefnd mótorhjóla og snjósleðasambands

íslands (sérsamband), unnið skýrslu í samráði við flesta hagsmunaaðila, sú

skýrsla var svo kynnt núverandi umhverfisráðherra, sem að opinberaði

viðhorf sitt til vélhjólafólks allhressilega í svari sínu.

Þannig að það vantar ekki á vilja og sjálboðavinnu í þessum málum, heldur

eru fordómar og þröngsýni margra sem fara með ýmist vald oft STÓRIR

þröskuldar í baráttu okkar til betri þróunar.

Því ber að fagna yfir höfuð að Fjarðarpósturinn skuli yfir höfuð birta

greinar á jákvæðu nótunum um vélhjólafólk, því margir fjölmiðlar vilja

engungöngu birta neikvæðar fréttir eða fá menn í hanaslag, þó svo að maður

haf nú líka séð greinar sem voru fordómarnir og fávísin uppmáluð í þessu annars

ágæta riti.

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér tillögur að úrbætum á aðstöðu og

lagaumhverfi vélhjólafólks, þá skýrslan hér;

http://www.motocross.is/images/stories/frettir_skjol/2008_februar/adstoduoglagaumhverfivelhjola.pdf

Hér er svo fylgibréf til ráðherra sem fylgdi með;

http://www.motocross.is/images/stories/frettir_skjol/2008_februar/fylgibreftilradherra.pdf

Hér má svo sjá svar ráðherra;

http://motocross.is/index.php?option=com_content&task=view&id=2214&Itemid=1

Af svari hæstvirts ráðherra að dæma, þá má jafnvel efast um að hún hafi

lesið skýrslun.

Ég skora á þig að hafa samband við Sverri, ef það vantar efni á jákvæðu

nótunum í Fjarðarpóstinn, því hann og hans fjölskylda hafa margt fréttnæmt

framm að færa frá hinum ýmsu sjónarhornum motocross íþróttarinnar.

Kristján Arnór Gretarsson (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband