Loksins

Fyrsta flautið hjá vörubílstjórum vakti aðdáun hjá mér, að fólk stæði upp og mótmælti því sem því fannst ranglátt. Síðan var haldið áfram og í gær þegar þeir óku framhjá flautandi hugsaði ég mér "er ekki allt í lagi, hvað hefur áunnist með þessum aðgerðum?"

Nei, vörubílstjórar þurfa að hlíta landslögum eins og aðrir og því var löngu orðið tímabært að taka á þessum aðgerðum bílstjóranna sem hefur bitnað á þeim sem síst skyldi, einstaklingum sem þurfa að greiða hátt bensínverð.

Þeir geta mótmælt með því að beina aðgerðum gegn ráðamönnum en ofbeldi er ekki vænlegt til árangurs.


mbl.is Mótmælendur handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband