Skotinn á flótta á þjóðhátíðardaginn

Enn á ný voru það byssumenn sem áttu síðasta orðið í samskiptum við ísbjörn. Aftur var ísbjörninn á leið frá fólki og var skotinn án þess að vera ógna neinum. Ísbirnir eru alfriðaðir - hvenær á friðun að gilda?

Svei Íslendingum á sjálfan þjóðhátíðardaginn og réttast væri að Íslendingar flögguðu í hálfa stöng.

Enn á ný höfðu yfirvöld ekki yfirsýn og og væri rétt að friðun ísbjarna yrði endurskoðuð. Þeir eru greinilega réttdræpir á Íslandi.

Svei þeim sem réðu.


mbl.is Ísbjörninn að Hrauni dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snooze

Drama, drama!

Snooze, 17.6.2008 kl. 18:50

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Tigrísdýr eru alfriðuð en sennilega yrði slíkt skotið ef það gengi laust í Hafnarfirði...jafnvel þó það ógnaði engum í augnablikinu.

Jón Ingi Cæsarsson, 17.6.2008 kl. 18:50

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

17 júni er dagurinn til að klúðra hlutunum.  Til að flytja inn Dana til að klúðra hlutunum.

Ásgrímur Hartmannsson, 17.6.2008 kl. 18:52

4 Smámynd: Guðni Gíslason

Við Hafnfirðingar höfðum ljón, 2 ljón á leik með börnum í húsi á Skúlaskeiðinu. Við Hafnfirðingar vorum með ísbirni. Menn unnu greinilega af einhverri þekkingu þá.

Guðni Gíslason, 17.6.2008 kl. 18:53

5 Smámynd: Birna M

Fínt að flytja inn dana til þeirra hluta, þetta er nú ekki sá fyrsti sem fenginn er hingað til þeirra hluta. Ojojoj þetta var ljótt af mér.

Birna M, 17.6.2008 kl. 19:04

6 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Ég er mjög sáttur við að mannslíf hafi verið látin ganga fyrir einum ísbirni. Síðast þegar ég vissi erum við líka friðuð tegund hér á landi.
Mér finnst fólk vera að gera allt of mikið úr þessu máli. Vissulega er ísbjörninn friðaður, en á þeim slóðum sem hann á þó heimkynni ganga menn oftast um vopnaðir utan byggða til þess að geta varið sig ef að ísbjörn ógnar lífi. Það má ekki gleyma því að þetta er rándýr sem að ekki myndi hika við að leggja til atlögu við mannskepnuna ef svo bæri undir.

Aðalsteinn Baldursson, 17.6.2008 kl. 19:09

7 identicon

Á flótta út í sjó og hvað svo?

Ekki líklegt að hann hefði skellt sér alla leið til Grænlands eða þaðan af lengra og því bara spursmál hvaða íslenska barn gengi fram á hann næst, og hvar það yrði. Hver vildi bera ábyrgð á þeirri atburðarás sem fylgdi í kjölfarið? 

Sæunn (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 19:17

8 identicon

Mikið lifandis skelfing er dapurlegt að lesa þetta  endimis bull frá ritstjóra Fjarðarpóstins um þetta vesalings særða dýr og ómerkilegan skæting í garð þess fólks sem var að vinna vinnuna sína þarna fyrir norðan.  Auðvitað var ekkert annað í stöðunni en að lóga dýrinu úr því sem komið var.  Ég vona að svo sannarlega að blaðamennskan í Fjarðarpóstinum sé á hærra plani dags daglega en þetta, annars er hægt að henda sneplinum ólesnum í ruslið.

Ólafur Tryggvason (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband