Guðna finnst söknuður af Guðna

Alltaf tekst Guðna að koma á óvart. Á þessu átti maður síst von. Vonandi er hann ekki að rýma til fyrir Valgerði eða kannski vonandi því hún gengur af flokknum dauðum nú þegar hún tekur við af Guðna sem formaður. Mér fannst bréfið til hennar frá norðanmönnunum tveimur gott þó Bjarni Harðarson hafi klúðrað því illilega að koma innihaldi þess til fjölmiðla (Þar var enginn drengskapur heldur).

Kannski hafi honum ofboðið að vera innan um þá sem ábyrgð bera en vilja ekki axla hana. Frekar hefði ég viljað sjá afsögn fjármálaráðherrans og viðskiptaráðherrans. En við eigum víst ekki vona á neinu góðu þessa dagana.

Takk nafni fyrir skemmtilegt tímabil. Ég var ekki oft sammála þér en hafði gaman af að hlusta á þig. Þú færð kannski inni í gestahúsi fjármálaráðherrans í Hafnarfirði, Þykkvabæ eða í Hvolhreppnum.


mbl.is Guðni segir af sér þingmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband