Á maður að skilja svona frétt?

"Íslandsbanki segir, að ein af ástæðum þess að samdráttur landsframleiðslu sé ekki meiri hér en raun beri vitni, þrátt fyrir banka- og gjaldeyriskreppu, sé að landið flytji úr stóran hluta af þessari kreppu. Þannig komi um 46,9% samdráttur í fjárfestingum á 2. ársfjórðungi og 17,4% samdráttur í neyslu fram í um 34,8% samdrætti í innflutningi, sem svo aftur komi niður á eftirspurn og landsframleiðslu landa sem framleiða fjárfestingar- og neysluvörur til útflutnings og sérstaklega þann hluta sem er hvað háðastur sveiflum í tekjum líkt og Þýskaland og Japan. "

Gaman væri að heyra hvort einhver hafi skilið þetta. Ekki held ég að blaðamaðurinn hafi skilið hvað hann var að skrifa um.


mbl.is Kreppan flutt út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aliber

Íslendingar kaupa minna af innfluttum vörum og erlendum húsum. Innlend framleiðsla minnkar minna en spáð var því almenningur dregur úr erlendum vörum í meira mæli en innlendum. Því verður samdráttur í landsframleiðslu ekki eins mikill og óttast var.

Aliber, 4.9.2009 kl. 12:27

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég var einmitt að velta þessu fyrir mér en þorði ekki að spyrja af ótta við að vera talinn vitlaus.  Ég næ engum botni í svona tölfræðilega loftfimleika, sem segja manni svo að stjórnlaus samdráttur sé útflutningsvara. Ég verð að taka ofan fyrir spunameisturum bankanna. Þeir hafa engu gleymt þarna í greiningardeildunum, þrátt fyrir allt.

Þeir hafa vafalaust opnað kampavínsflösku eða tvær við þessar góðu fréttir.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2009 kl. 12:32

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er jú samdráttur í landsframleiðslu, en miðað við innflutning og kaupmátt, þá virðist hann ekki eins mikill. Er það ekki málið?  Framleiðsla fyrirtækis dregst saman, en af því að innkaupin dragast saman í sama hlutfalli eða meir, þá er semsagt framleiðnin svipuð á blaðinu, burtséð frá veltunni?  Ansi eru hálmstráin í forsendunum orðin veik finnst mér. Kaupmátturinn þinn minkar ekkert af því að þú ert að kaupa svo miklu minna? Er það rétt skilið.

Jesúspétur!

Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2009 kl. 12:39

4 Smámynd: Guðni Gíslason

"sem svo aftur komi niður á eftirspurn og landsframleiðslu landa sem framleiða fjárfestingar- og neysluvörur til útflutnings og sérstaklega þann hluta sem er hvað háðastur sveiflum í tekjum líkt og Þýskaland og Japan. "

á þá að vera það sem þú segir Aliber?  Það er ekki mikið líkt með þessum tveimur útgáfum :)

Guðni Gíslason, 4.9.2009 kl. 12:40

5 Smámynd: Guðni Gíslason

Jón Steina: Þá fyrst verður maður vitlaus ef maður spyr ekki :)

Guðni Gíslason, 4.9.2009 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband