Færsluflokkur: Bloggar
21.2.2007 | 15:00
Ófriður og álögur
Á þessum tíma árs hefur mér oft fundist friðsamlegt, en svo er ekki nú. Hart er deilt um stækkun álversins, komu klámmyndaframleiðenda til landsins, árásargirni Bandaríkjaforseta auk þess sem menn hneykslast á sofandahætti stjórnvalda sem dældu út peningum í Byrgið án nokkurs aðhalds. Oft hefur þessi tími árs verið rólegur, allavega í Hafnarfirði. En svo er ekki nú og það er margt sem deila má um. Hvort reisa eigi 12 hæða hús við Strandgötuna, reisa fimm hæða hús við Flatahraunið, reisa einbýlishús í Stekkjarhrauni, hvort bæjarsjóður eigi að bjarga illa reknum íþróttafélögum og jafnvel hvort alltaf eigi að borga 80% af öllum byggingum íþróttafélaga, sama í hvað byggingarnar eru notaðar.
Álögur á fasteignaeigendur hækka og spyrja má hvaða vit sé í því að tengja gjald fyrir vatn og frárennsli við verðmæti húss og lóðar. Menn kvarta yfir því að t.d. rafhlöðum sé ekki skilað til eyðingar. Hins vegar þurfa íbúðareigendur að greiða fyrir s.k. græna tunnu og greiða lágmarksgjald ef einni flís er skilað í Sorpu, nema starfsmaðurinn þar sé í góðu skapi og brjóti á gjaldskránni fyrir viðskiptavininn. Auðvitað hendum við alltof miklu en betra er að hafa móttöku sorps góða og gjaldfrjálsa heldur en að fólk hendi drasli á víðavangi. Hins vegar mætti setja skilagjald á sígarettustubba, ekki seinna vænna áður en landsmenn verða reknir út með óþverrann sinn.
Ég skora á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að taka betur á sorpmálum bæjarins og gera Hafnarfjörð að hreinum bæ. Hann er það alls ekki núna og bæjarbúar skulda bænum snyrtimennsku í afmælisgjöf.
Guðni Gíslason
Álögur á fasteignaeigendur hækka og spyrja má hvaða vit sé í því að tengja gjald fyrir vatn og frárennsli við verðmæti húss og lóðar. Menn kvarta yfir því að t.d. rafhlöðum sé ekki skilað til eyðingar. Hins vegar þurfa íbúðareigendur að greiða fyrir s.k. græna tunnu og greiða lágmarksgjald ef einni flís er skilað í Sorpu, nema starfsmaðurinn þar sé í góðu skapi og brjóti á gjaldskránni fyrir viðskiptavininn. Auðvitað hendum við alltof miklu en betra er að hafa móttöku sorps góða og gjaldfrjálsa heldur en að fólk hendi drasli á víðavangi. Hins vegar mætti setja skilagjald á sígarettustubba, ekki seinna vænna áður en landsmenn verða reknir út með óþverrann sinn.
Ég skora á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að taka betur á sorpmálum bæjarins og gera Hafnarfjörð að hreinum bæ. Hann er það alls ekki núna og bæjarbúar skulda bænum snyrtimennsku í afmælisgjöf.
Guðni Gíslason
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)