Færsluflokkur: Tónlist
2.11.2007 | 10:59
Minningartónleikar um Rúnar Brynjólfsson
Fimmtudaginn 8. nóvember kl. 21 verða haldnir í Hafnarborg minningartónleikar um Rúnar Brynjólfsson í anda hinna vinsælu djasskvölda skátanna, Djass fyrir alla".
Rúnar var mikil driffjöður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og og voru djasskvöldin þar engin undantekning. Hann hafði unun að djassi og var mjög liðtækur gítarleikari og söngvari. Það var unun að vera með honum þegar hann var að rifja upp gömul skátalög og þar voru kröfur gerðar til réttra gripa, ekki bara vinnukonugripanna.
Djass fyrir alla var einstök tónleikaröð í Hafnarfirði og var geysilega vel sótt enda komu þar fram margir bestu tónlistarmenn landsins. Fjölbreytnin var mikil og allir fengu eitthvað við sitt hæfi.
Á fimmtudaginn verða þessir taktar rifjaðir upp með Carli Möller, Jóni Möller, Birni Thoroddsyni, Guðmundi Steingrímssyni og Birni Sveinbjörnssyni auk þess sem Vigdís Ásgeirsdóttir syngur.
Þetta verður örugglega gríðarlega skemmtilegt kvöld í minningu góðs vinar.
Tónlist | Breytt 6.11.2007 kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)