Færsluflokkur: Menntun og skóli

Kominn með pungapróf

Þá er maður fær í flestan sjó - og það bókstaflega því í hádeginu fékk ég afhent prófskírteini sem segir að ég má sigla skipum upp að 30 brúttólestum. Verð ég þá löglegur þegar ég sigli 2,2 brúttólesta trillunni okkar Gylfa í sumar. námskeiðið var bráðskemmtilegt, hópurinn var skemmtilegur og fjölmargt sem lærðist um siglingar.

Það voru tveir hópar sem voru útskrifaðir í dag. Jón B. Stefánsson, skólameistari hélt smá tölu og afhenti okkur prófskírteini og svo var okkur öllum boðið í mat í matsal Fjöltækniskólans. Jón fræddi okkur um það að Sjómannaskóli Íslands sem skóli hefur aldrei verið til, húsnæðið fékk þetta nafn í upphafi! Þetta vissi ég ekki. Þá er bara að drífa sig í Björgunarskólann í vor og treysta á að björgunarmálin verði í betra lagi þar en þegar nokkrir voru næstum dauðir úr vosbúð í vetur.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband