Innanhússpósti ?? Lesa blaðamenn ekki fréttatilkynningar sínar?

Þetta kom skýrt fram í fréttatilkynningu frá Actavis:

.."Eftir margar yfirtökur og hraðan vöxt undanfarinna ára er yfirstjórn Actavis staðsett í fimm löndum, víða um Evrópu og í Bandaríkjunum. Ákveðið hefur verið að sameina æðstu stjórnendur félagsins á einum hentugum stað á meginlandi Evrópu. Leitað er að réttu staðsetningunni. Engin breyting verður á starfsemi Actavis á Íslandi að öðru leyti. Hér á landi verður áfram miðpunkturinn í þróunarstarfseminni ásamt því sem verksmiðjan í Hafnarfirði mun áfram gegna lykilhlutverki í framleiðslu og markaðssetningu nýrra lyfja. Dótturfélaginu Medis, sem sér um sölu til þriðja aðila, verður áfram stýrt frá Íslandi. Eins og fram hefur komið er verið að stækka verksmiðjuna í Hafnarfirði um 50% og er sem fyrr gert ráð fyrir að starfsemi í nýja hlutanum hefjist um áramót. Auglýst verður eftir starfsfólki vegna þessa á haustmánuðum."

Lesa blaðamenn Mbl.is ekki fréttatilkynningar?


mbl.is Actavis á leið úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

Hvaða blaðamenn? Þetta eru núna ódýr deiliforrit sem endurvinna textastrauminn sem berst til blaðsins samkvæmt ákveðnum algrímum.

Birnuson, 23.6.2010 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband