3.1.2013 | 21:01
Hlaupamarkmið 2013
Ég hef hingað til látið ráðast hversu mikið ég hef hlaupið og hver árangurinn hefur verið. Ég hef þó yfirleitt náð væntingum sem ég hef sett fyrir hvert keppishlaup, þó með undantekningum.
Það var eyða í Hlaupadagbókinni á hlaup.is undir markmið og einhvernveginn fannst mér ég þyrfti að ská eitthvað. Ekki var þetta vísindalega markmið en markmið engu að síður:
Í ár er stefnt að því að hafa gaman af því að hlaupa sem fyrr, reyna aðeins meira fyrir mér í utanvegahlaupi og stefnt á Snæfellsjökulshlaupið í annað sinn og jafnvel Laugaveginn.
Markmiðið er að hlaupa undir 3.30 klst. í maraþoni, undir 1.35 klst í hálfu maraþoni og hlaupa 10 km undir 43 mín.
Til gamans set ég ástundunina í km frá því hlaupavitleysan hófst:
2010: 465 km (tvö 10 km keppnishlaup)
2011: 1,243 km (nokkur keppnishlaup og fyrsta hálfa maraþonið
2012: 1.705 km (fleiri keppnishlaup, utanvegahlaup, hálft maraþon og fyrsta maraþonið. (tók afrit af Hlaupadagbókinni daginn fyrir hrun)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.