12.3.2007 | 16:19
Há fasteignagjöld
Í umræðunni um stækkun álversins í Straumsvík virðast allir sammála um að það skipti máli að enginn missi atvinnu sína. Fylgjendur segja atvinnu aukast mikið og andstæðingar segja að eitthvað annað komi í staðinn. Kannski er vitleysa að horfa á Hafnarfjörð sem eitt atvinnusvæði, kannski er alveg eins gott að hafa fyrirtækin í nágrannabyggðunum og láta fólkið sofa hér í bæ. Reyndar er víst afarhagstætt að hafa atvinnuhúsnæði í bænum, af þeim eru heimt svo há fasteignagjöld að bæjarfulltrúa meirihlutans næstum blöskraði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.