Af hverju að versla í Hafnarfirði?

Það kom mér á óvart á fundi Samtaka atvinnulífsins í Hafnarborg fyrir skömmu hversu lágt hlutfall verslunar væri af atvinnulífi bæjarins, hlutfallið var lægra en landsmeðaltal. Af hverju er ekki öflugri verslunarstarfsemi í bænum? Af hverju er ekki gróska í miðbænum? Verslunareigendur höfðu í annað sinn lengur opið á fimmtudögum til að krydda miðbæjarlífið. Fjarðarpósturinn lá ekki á liði sínu og sagði myndarlega frá því þegar fyrst var lengur opið og verslunareigendur voru ánægðir með viðbrögðin. En þegar kom að því að auglýsa lengri opnunartíma fannst hafnfirskum verslunar­eigendum greinilega ekki nokkur ástæða að leita til bæjarblaðsins, nei, það er greinilega betra að versla í Reykjavík og betla um styrk til bæjarins. Verslunareigendur í Firði sögðu að það hefði verið steindautt, ekkert að gera. Skyldi engan undra. Af hverju ættu almennir bæjarbúar að versla í Hafnarfirði þegar verslunar­eig­endurnir sjálfir fara annað? Kannski það eina sem bjargi verslun í Hafnarfirði verði áframhaldandi umferðateppur á leið til Reykja­víkur. Þá eigum við ekki annarra kosta völ.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband