Fellur niður ef lántakandinn deyr - en ábyrgðin ekki ef ábyrgðarmaðurinn deyr!

Er þá ekki rétt að höfða mál á hendur framkvæmdastjórum og stjórnum Lánasjóðs íslenskra námsmanna sem hingað til hafa ekki sinnt þessari skyldu sinni sem framkvæmdastjórinn núverandi nefnir? Eingöngu hefur verið gengið að eftirlifandi ábyrgðarmönnum þar til nú. Er það ekki rétt?

Hvar var vilji þingmanna? Af hverju vildu þeir ekki fella niður ábyrgðirnar árið 2009? Það er eins vitlaust og það hljómar að ríkið láti þriðja aðila ábyrgjast námslán til þegna sinna.

Ef það er einhver dugur í einhverjum þingmanni þá ætti hann að taka þetta strax upp og fella niður allar ábyrgðir á eldri námslánum. 


mbl.is Eiga endurkröfu á stjúpsoninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarf ekki að leita út fyrir landsteina af slíku þingmannsefni?

pallipilot (IP-tala skráð) 21.9.2014 kl. 17:54

2 identicon

Það vantar bara lög hér líka, sem kveða svo á um, að ef ábygðarmaður barna fremur glæp og endist ekki aldur, til að sitja hann af sér, skuli börnunum og stjúpbörnum stungið í steininn í stað hans.  Hvað getur LÍN sagt, með kolólögleg verðtryggð lán, sem hækka endalaust við endurgreiðslu. Var námsmönnum kynntur réttur sinn, við lántöku, eins og gert er í hinum siðmenntaða heimi? NEI !!!  Og hver framdi þá glæpinn, LÍN eða námsmaðurinn, sem sá sér ekki fært að standa í skilum?

Steini (IP-tala skráð) 21.9.2014 kl. 22:28

3 Smámynd: corvus corax

Fyrst krafa um ábyrgðarmenn fyrir námslánum var felld niður árið 2009 er sjálfsagt og ekki seinna vænna að nú, fimm árum síðar, verði felldar niður með lagasetningu allar ábyrgðir ábyrgðarmanna af námslánum frá því fyrir 2009. Það er hrein réttlætiskrafa og ekkert annað!

corvus corax, 22.9.2014 kl. 10:49

4 identicon

Er það ekki mismunun ef sumum er gert að vera með ábyrgðarmenn á námslánum og öðrum sleppt (vegna nýrra laga) -

TIl að gæta jafnræðis- hefði ekki þurft að fella niður ábyrgð ábyrðgarmanna af eldri lánum.

Bara að spá - það er alltaf verið að tala um rétt og jafnræði

Lara (IP-tala skráð) 26.9.2014 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband