Hvaða tölum á að trúa

Nú fer að líða að því að Hafnfirðingar verði að gera upp hug sinn um stækkun álversins. Upplýsingar flæða yfir okkur en það er svo skrýtið að þær hjálpa sáralítið. Hagfræðistofnun Háskólans gerir tvær skýrslur, fyrir Hafnarfjarðarbæ og Alcan. Sömu tölur og forsendur notaðar en mismunandi tölur birtar. Andstæðingar segja ábatann lítinn skv. skýrslunni fyrir Hafnarfjarðarbæ en þar er átbatinn sýndur sem mismunur á tekjum sem bærinn hefði ef af stækkun verður á móti tekjum sem bærinn hefði af annarri starfsemi sem yrði á þeirri lóð sem stækkunin hefði orðið á. Þetta er eðlilegur samanburður en segir mér samt ekkert um ábatann! Ef álverið verður stækkað verður samt byggt á iðnaðarsvæðinu í kring og af því hefur bærinn tekjur. Þær tekjur eru ekki með í samanburðinum. Tölur má nota á alla vegu sem sést best á því að hagurinn hefur verið sýndur frá 100 milljónum upp í 1400 milljónir. Hverju eigum við svo að trúa.
Þetta segir mér að þessi kosning byggist mest á tilfinningalegum skoðunum fólks fremur en skoðunum byggðum á tölulegum upplýsingum um hag og mengun. Hins vegar er það skondna við þessar kosningar að álverið hefur þegar starfsleyfi fyrir 460 þúsund tonn, hafði starfsleyfi fyrir 200 þúsund tonnum og gæti Alcan framleitt 460 þúsund tonn með því að endurnýja búnað í núverandi húsnæði þyrfti ekkert nýtt skipulag og þá yrði engin kosning enda er bara verið að kjósa um það hvort senda eigi tillögu að deiliskipulagi í eðlilega málsmeðferð þar sem hægt er að gera athugasemdir með rökum. Í komandi kosningum er hins vegar ekki spurt um rök, þannig er íbúalýðræðið í Hafnarfirði í dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband