7.4.2007 | 11:27
Lásu menn ekki spurninguna?
Lúðvík Geirsson lét bóka á bæjarstjórnarfundi 30. janúar sl: Bæjarfulltrúar Sam fylkingarinnar benda á að þessi samþykkt bæjarstjórnar tekur til þess að heimila að auglýsa deili skipulags tillöguna með fyrir vara um niðurstöðu atkvæðagreiðslu bæjarbúa, en gert er ráð fyrir því að fram fari kosning um tillöguna þann 31. mars n.k. og fá þá Hafnfirðingar tækifæri til að samþykkja eða synja því hvort hún fari í lögformlegt ferli. (leturbr. höfundar)
Bæjarfulltrúarnir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir og Gunnar Svavarsdóttir gátu hvorugt, eftir kosningarnar, sagt undirritaðuðum rétt til um það hvernig spurningin hlóðaði í íbúakosningunni! Spurningin var í engu samræmi við samþykkt bæjarstjórnar um að senda fyrirliggjandi skipulagstillögu í auglýsingu með fyrirvara um niðurstöðu í væntanlegrar atkvæðagreiðslu meðal íbúa í Hafnarfirði um deiliskipulagstillöguna. Fleiri sem undirritaður spurði eftir kosninguna, vissi ekki hvernig spurningin hlóðaði og einstaka viðurkenndu að hafa ekki lesið spurninguna!
Það var greinilega skilningur bæjarstjóra, skv. bókun hans, að kjósa ætti um það hvort ætti að senda tillöguna í auglýsingu en samþykktin er um að íbúakosningin sé um deiliskipulagstillöguna. Það verður því enn undarlegra að horfa til þess að það var skipulagsstjóri ríkisins sem ráðlagði um orðalagið auk þess sem leitað var til fleiri fræðimanna. Var þá verið að kjósa um deiliskipulagstillögu áður en hún var formlega send í kynningu? Stenst það skipulags- og byggingarlög?
Þessi kosning var að mínu mati algjört klúður og ekkert spor í átt að íbúalýðræði. Fulltrúar Samfylkingarinn neituðu að gefa upp afstöðu sína og bæjarstjóri hefur ekki einu sinni viljað opinbera stuðning sinn við stækkun álversins, núna þegar niðurstaða er fengin. Kannski hann hefði gert það ef fleiri hefðu sagt já, þá hefði hann getað verið í sigurliðinu. Bæjarstjórinn var hins vegar ekkert að hika við að upplýsa afstöðu sína í öðrum íbúakosningum, þegar kosið var um sameiningu við Voga. Var einhver munur á þessum málum. Var þá í lagi að gefa upp afstöðu sína og hafa þannig áhrif á skoðanamyndum í Hafnarfirði?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.