Ómerkilegur fréttaflutningur - tekið upp eftir óvönduðum blaðamönnum

Hvers vegna kýs mbl.is að lepja óstaðfestar "fréttir" frá Fréttablaðinu? Virðist ekki reyna að kanna hvort fótur sé fyrir fréttinni.

Birtir svo ekki yfirlýsingu skátahreyfingarinnar um málið?

Hún er svona:

Fréttatilkynning
2. feb. 2017

„Stjórn Bandalags íslenskra skáta (BÍS) vill koma eftirfarandi á framfæri vegna umræðu í fjölmiðlum um meint fjármálamisferli fyrrverandi framkvæmdastjóra hreyfingarinnar. Í kjölfar uppsagnar fyrrverandi framkvæmdastjóra tók stjórn BÍS ákvörðun um að fá óháðan aðila til að rannsaka fjárreiður BÍS. Þeirri vinnu er ekki lokið, en samkvæmt bráðabirgðarskýrslu löggilts endurskoðanda liggur fyrir að ekkert bendi til þess að um saknæmt athæfi að ræða hvað varðar fjársýslu fyrrverandi framkvæmdastjóra. Niðurstöður bráðabirgðarskýrslunnar voru kynntar af viðkomandi endurskoðanda á félagsforingjafundi sem haldin var þann 14. janúar síðastliðinn. Á fundinum ítrekaði endurskoðandinn að hann teldi ekki, á grundvelli þeirra gagna sem lægju fyrir, að um neitt saknæmt athæfi væri að ræða af hálfu fyrrverandi framkvæmdastjóra. Á félagsforingjafundinum gafst öllum hlutaðeigandi tækifæri til að tjá sig um málið og náðist ákveðin sátt um deilumálin, meðal annars um fjármál fyrrverandi framkvæmdastjóra.fundarins. Framundan er aukaskátaþing og svo kjör nýs skátahöfðingja.

Stjórn Bandalags íslenskra skáta.“


mbl.is Notaði kortið í eigin þágu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband