Sendar í Sorpu — Þróa rétti úr heilum og lifandi humri

Þetta er sennilega sóðalegasta fyrirsögn vikunnar og mátti sjá í Morgunblaðinu í dag.  Ég trúi fastlega að þarna sé átt við heilan humar en ekki rétti úr heilum eins og auðveldlega má lesa úr fyrirsögninni.

Reyndar skemmti ég mér við síðustu embættisverk vinar míns Gunnars Svavarssonar sem forseti bæjarstjórnar. Þar las hann upp tilnefningar í hin ýmsu ráð og nefndir og sagði m.a.: Tilnefndar í Sorpu: Guðfinna Guðmundsdóttir og Margrét Gauja Magnúsdóttir til vara.

Það þarf oft ekki mikið til að gleðja mann!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband