9.1.2008 | 18:35
Væri það ekki ráðherrann sem ætti að segja af sér?
Af hverju ætti dómnefndin að segja af sér? Skilaði hún lélegri og óvandaðri vinnu? Ef ekki ætti það að vera ráðherrann (dýralæknirinn) sem segði af sér. Ef nefndin hefur klikkað þá á hún að sjálfsögðu að segja af sér.
Dómnefnd segist sitja áfram þrátt fyrir óvandaða stjórnsýslu ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Auðvitað ætti hann að segja af sér. En Árni réði þessu ekki einn
Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 18:43
Spurningin var hvort nefndin vildi segja af sér sökum þess að hún var höfð þarna að engu, í mótmælaskyni - nefndarmenn hafa þá rætt þann möguleika og komist að þeirri niðurstöðu að þessi skipun hafi verið einsdæmi, og ákveðið að gefa út þessa yfirlýsingu til að hvetja til að þetta verði einsdæmi áfram; að svona nokkuð verði aldrei endurtekið.
Þarfagreinir, 9.1.2008 kl. 18:47
Sæll Guðni og gleðilegt árið!
Einn möguleikinn er auðvitað sá að nefndin hafi haft rangt fyrir sér? Það er ráðherra að taka afstöðu til þess. Til þess fær hann umsögn nefndarinnar. Annars mundi hún bara ráða þessu. Ég ætla ekki að dæma um það en það er ekki nefndarinnar að taka ákvörðunina heldur ráðherra og það er auðvitað alltaf möguleiki í svona málum að hann sé hreinlega á annarri skoðun en nefndin. Nefndirnar eru jafn misjafnar og ráðherrarnir.
Einhverjir hafa talað fyrir því að dómarar séu valdir af ráðherra og að það eigi að þurfa 2/3 Alþingis til að samþykkja ráðningu þeirra. Þannig kæmu þeir með breiðan stuðning inn í embætti sitt. Það hlýtur að vera erfitt að hefja störf sem dómari (sem lifir á trúverðugleika sínum) og hafa pólitíska stöðuveitingu á bakinu. Það er ekki öfundsvert hlutskipti.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 9.1.2008 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.