29.1.2008 | 21:22
Af hverju er betri snjór annars staðar?
Þegar ég skrifa þetta, sit ég í vellystinginum á hóteli í Selva Val Gardena, nýbúinn að skíða og ferðast í lyftum í yfir 60 km á einum degi. Á Íslandi er allra veðra von, stundum er snjór og stundum er rigning. Sagt er að á Íslandi eru köld sumur og hlýjir vetur. Það eru orð að sönnu.
Hér í Val Gardena er skíðað í yfir 2000 m hæð. Selva, bærinn er í um 1600 m og efstu skíðasvæðin eru í um 3400 m hæð en þangað má fara í Þyrlu eða í gondólum. Allt er troðið síðla dags, snjóvélarnar dæla snjó á brautirnar og nýjustu tækin geta búið til snjó í 2°C. Hér er veðrið mjög jafnt og því er þetta kjörið svæði fyrir skíðaunnendur enda koma hingað milljónir manns á hverjum vetri.
Við hjónin erum að koma hingað í þriðja sinn og alltaf er jafn gaman. Færnin eykst og brekkurnar verða því betri. Sólin skín og því hraðar sem skíðað er, því ferskari verður vindurinn sem blæs í andlitið. Rúmlega 87 km hraði er hressilegur og gott að vita að hjálmurinn situr vel á höfðinu. Í fjöllunum eru veitingastaðir sem selja fjölbreytta rétti á sanngjörnu verði og væri gaman ef íslensku vegasjoppurnar fengu eitthvað af því sem S-Týról hefur upp á að bjóða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.