3.3.2008 | 23:40
Rok í sveitinni minni!
Hann fór illa nýi bústaðurinn hans frænda míns á Fitinni í Fljótshlíðinni. Í rokinu um miðjan febrúar fauk þakið af og síðan splundraðist bústaðurinn sem er (var) harðviðar bjálkabústaður, gríðarlega þungur. Við skoðun kom í ljós að festingar á þaki höfðu verið alls óviðunandi en hann keypti sýningarhús, samsett af Húsasmiðjunni. Hafa þeir tekið vel í bætur sem betur fer en það hlýtur að vera skelfilegt að lenda í svona.
Sagt er að vindur hafi farið í 46 m á sekúndu á Sámstöðum sem er ekki langt þarna frá.
Á meðfylgjandi mynd sem Erling bróðir Hlyns tók er Hlynur að tína heillega smáhluti úr bústaðnum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.