6.3.2008 | 20:06
Á 110 km hraða á eftir lögreglunni
Ég ók fyrir tilviljun á eftir lögreglubíl úr Hafnarfirði til Reykjavíkur. Ég hélt mér fyrir aftan hann og var hinn rólegast þar til ég leit á hraðamælinn hjá mér, enda voru hinir bílarnir farnir að fara hægar en við. Á Hafnarfjarðarveginum var hraðinn kominn í rúmlega 90 og þá fór að draga í sundur með okkur. Ég reyndi að halda bilinu, (kominn í blaðamennskuna) var kominn í 100 km hraða og í mest 110 km hraða þegar lögreglubíllinn dró úr hraðanum í Kópavogi og ég fylgdi honum eftir eins og skugginn á um 90 km hraða. Í 07-281 var ökumaðurinn einn frammi í bílnum og einn farþegi að ég best sá aftur í og ekki kæmi mér á óvart ef það hefur ekki kona, jafnvel með hatt. Við Bústaðarveginn sveigði lögreglubíllinn til hægri og ég hélt áfram - á minni hraða að sjálfsögðu :)
Það er til lítils að prédika um hættur hraðaksturs ef lögreglumenn sjálfir aka eins og fantar. Ég segi fantar því hann var hvorki með blikkljós né sírenu. Kannski það sé svona mikið álag á lögreglunni vegna manneklu að þeir þurfi að flýta sér svona mikið?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.