Kominn með veðurstöð

Það er ekki öll vitleysan öll. Ég keypti mér veðurstöð nýlega. Pantaði hana á Ebay, fyrstu kaupin mín þar. Beið lengi spenntur eftir henni, hélt lengi vel að ég hefði verið svikinn en að fá vörur frá Þýskalandi með DHL þýðir ekki hraðsendingu. Það lærði ég. Stöðin kom með skipapósti eins og þegar innkaup voru gerð til forna og fékk ég hana með vorskipunum. Ég er sammála mönnum sem hafa gagnrýnt Póstinn fyrir okur á tollmeðferð. Hér áður gat ég sjálfur fyllt úr tollskýrslu á netinu eða í tollaforriti en nú er það ekki mögulegt og maður er neyddur til viðskipta við Póstinn sem ekki bara rukkar fyrir tollskýrslugerð heldur líka fyrir tollmeðferðargjald sem lenda ætti á ríkinu en ekki mér. En hvað með það.

WS3600 veðurstöðStöðin er komin á stöng á svölunum til reynslu áður en hún verður fest upp á þak. Hún er endrum og eins tengd við tölvu og þá uppfærist veðurmynd á http://www.fjardarposturinn.is en síðar verður hún vonandi tengd beint við netþjóninn á háaloftinu og þá verður hægt að fylgjast með þakveðrinu hér hvaðan sem er úr heiminum. Nú býð ég bara eftir almennilegu roki.

Forritið heitir Heavy Weather Pro 3600 og tengist við nær samnefnda stöð. Ég hef reyndar ekki fengið hana til að skrá í sk. history skrá til að geta séð veðrið eins og það var og ef einhver þekkir þennan vanda væri gaman að heyra frá honum. Annars er alltaf gott veður hér í Setberginu svo í sjálfu sér var veðurstöðin óþörf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðni.

Til hamingju með það fínt að fá fréttir af veðri úr næsta nágrenni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.3.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband