Yndislegt á Landsmóti skáta

Eflaust hefur þú lítið heyrt um Landsmót skáta í fjölmiðlum. Það væri þá eftir bókinni. Þar dvelja þúsundir skáta í samfélagi sem þeir hafa sett upp að Hömrum innan við Akureyri. Skátar frá öllum skátafélögum landsins auk fjölmargra skáta víðs vegar að úr heiminum gista í tjöldum og taka þátt í spennandi fjölbreyttri dagskrá og setja svip á Akureyri og umhverfi.
Við fjölskyldan komum hingað á miðvikudag, en mótið hófst á þriðjudag og stendur í viku. Tveir strákanna voru farnir norður enda í foringjastöðum hjá Hraunbúum og hafa verkefni að vinna á mótinu. Við erum því 7 hérna, einn er heima með fjölskyldu sinni og missir af miklu (og við söknum þeirra).
Landsmot_fimm_136Fjölmargir eldri skátar og fjölskyldur skátanna dvelja í sístækkandi fjölskyldubúðum. Boðið er upp á skemmtilega valdagskrá sem allir geta tekið þátt í og víkingabúðirnar sem eru vel mannaðar ef Hafnfirðingum eru geysilega vinsælar. Ég var þar í gær og er ekki alveg viss eftir á hvort ég var að vinna eða leika mér, svo gaman er að hjálpa til á póstum.
Veðrið er ekki að svíkja okkur og stuttbuxur eru mest notaðar.´

Sjá myndir hér og á www.skatar.is/landsmot

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband