Skandall hjá skátum á Landsmóti

Landsmot_fost_008Það er ekki að spyrja að tækninni hjá skátunum. Ef þú hefur haldið að menn hafi samskipti með merkjaflöggum og reykmerkjum, þá er það mesti misskilningur. Nú er ég t.d. í sambandi í gegnum gervihnött og allt í kringum mig heyrist í talstöðvum og hér eru þúsundir takka sem ég þori ekki að snerta. Nú eru talstöðvarnar ekki lengur bara í stórum tækjum, heldur sitja menn við tölvu tengda með gervihnetti til Þýskalands og þaðan með ljósleiðara til Íslands við tölvu í Reykjavík og spjalla við fólk í gegnum tölvuna með Skype. Einhver kann að spyrja af hverju menn nota ekki bara Skype, þá veit ég ekki svarið en líklega eru ekki allir með tölvu úti á sjó og uppi á fjöllum.

Landsmot_fost_009bÉg komst inn á blaðið sem ég er búinn að vera áskrifandi er í 30 ár og vildi skoða hvað það hefði að segja um þetta glæsilega Landsmót skáta. - Ekki orða á mbl.is - skandall. Greinilegt er að það væri meira spennandi ef veðrið væri brjálað og tjöldin féllu, skátarnir væru drukknir og foreldrarnir til vandræða. Vonandi að ljósvakamiðlarnir séu meira vakandi en skátamót er skemmtilegur efniviður fyrir fjölmiðla.

Vel tengdur við gervihnött í góði boði Radíóskáta mun ég reyna að blogga héðan úr sólinni, þar sem illa sést á tölvuskjáinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er líklega gamaldags, Guðni, því ég hélt að landsmót skáta snerist um tjaldútilegu, leiki, þrautir, varðelda o.fl., en það hvort fólk er í tölvu- eða símasambandi skipti minna máli. En svona breytist heimurinn, ég hef ekki komið á landsmót í 40 ár og þarf greinilega að ráða bót á því. Líklega best að taka frá tíma strax, hvar og hvenær er næsta landsmót?

Bestu skemmtun

Geir Guðsteinsson (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband