Heilt naut grillað á heimsóknardegi á Landsmóti skáta

Í gær var heimsóknardagur hér á Landsmóti skáta. Þúsundir manns komu á svæðið og dvöldu í lengri eða styttri tíma. Gestir fengu að smakka á kjöti af nauti sem var grillað í heilu lagi og tók grillunin um 20 tíma! Skátafélögin tóku á móti gestum, buðu upp á eitthvað úr sínu bæjarfélagi og og virtist gestum hafa líkað vel. Hápunktur dagsins var hátíðarvarðeldur með söng og skemmtiatriðum að skátasið. Stórskemmtilegt var að sjá þegar krakkarnir þyrptust að sviðinu að varðeldi loknum en þá hófst diskótek og iðaði allt af lífi lengi frameftir.

Það er greinilega mikill kraftur í skátastarfinu og fullorðnir sýna sífellt meiri áhuga, enda hafa þeir áttað sig á því að þeir geti skemmt sér konunglega með fjölskyldu sinni og að sjálfsögðu án áfengis.

Nýjar myndir má sjá á www.skatar.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband