Jóhannes í Bónus fékk silfurmerki skátahreyfingarinnar

Landsmot_lau_294Jóhannes í Bónus fékk silfurmerki Bandalags íslenskra skáta fyrir frábæran stuðning við skátastarfið á hátíðarvarðeldi á Landsmóti skáta sem nú stendur sem hæst að Hömrum við Akureyri. Jóhannes hefur verið mjög rausnarlegur við skátahreyfinguna með fjárframlögum og m.a. styrkt einn starfsmann bandalagsins undanfarið. Mikilvægast var þó það sem Jóhannes sagði opinberlega þegar hann veitti skátahreyfingunni styrk en þá sagði hann skátahreyfinguna vera gleymda hreyfingu þegar kæmi að stuðningi við æskulýðs- og uppeldishreyfingu.

Við athöfnina í gær sagðist Jóhannes vona að fleiri fyrirtæki áttuðu sig á góðu starfi skátahreyfingarinnar og yrðu duglegri að styðja hið mikla og merkilega starfs sem þar væri unnið. Fram kom í gær að Jóhannes var sjálfur skáti á unga aldri og veit því af reynslu hvað hann er að tala um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband