Undarleg fréttamennska

Ekki veit ég hvort Mogganum sé að fara aftur með nýjum ritstjóra, ekkifrétt aðalforsíðufrétt dagsins og önnur frétt sem segir "Hafnfirðingar flemtri slegnir", jú það voru Hafnfirðingar sem voru flemtri slegnir en ekkert kemur fram í fréttinni að það sé algild skoðun Hafnfirðinga.

Nú er svo vitnað í Sigurð Helgason, mætan mann hjá Umferðastofu en svo kemur í ljós að hann hefur ekki kynnt sér málið nægilega. Átti þá ekki að bíða með að vitna í hann? Er ekki öllum ljóst að gætilega á að fara með umferð framhjá skólum?

Málið virðist hins vegar vera það að óánægðir foreldrar barna í Hvaleyrarskóla treysta greinilega ekki bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði til að takmarka umferð stórra bíla þarna um! Hins vegar er ekkert verið að spyrja bæjarbúa hvort þarna sé ekki verið að setja löngu tímabæra tengingu á milli hverfa og minnka þannig umferð annars staðar framhjá íbúðarhúsum.


mbl.is Nauðsynlegt að fara að öllu með gát
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband