Spennandi ljósaupplifun í Helsinki

Norræna ljóstæknimótið og Helsinki design week eru haldin samhliða hér í Helsinki. Við erum 11 í ljóstæknihlutanum og einhver hópur sem ég er ekki búinn að hitta í hönnunargeiranum.

Staðsetningin er gamla kapalverksmiðja Nokia og setning ljóstæknimótsins var í leiklistarsafni Finna. Ég vara að sjá endanlega dagskrá í fyrsta skipti þegar við vorum að leita að því hvenær Sigurður Einarsson ætti að flytja sitt erindi. Þá sá ég mitt nafn og er mér ætlað að stýra einum af fjórum framsöguhópum - að mér forspurðum - hópnum sem Siggi er í.

Í kvöld vorum við í dómnefnd Norræn ljóstækniverðlaunanna gripin í vinnu með hópi frá Jyväskylä og Birmingham í Guirella Lighting. Fórum við á 4 staði með risa "vasaljós" og filtera og lýstum upp nokkur hús, ma. þjóðleikhúsið og dómkirkjuna og fjöldinn horfði á og aðrir tóku myndir. Miðað við fyrstu sýn tókst þetta bara vel. Þaðan fórum við í móttöku í kapalverksmiðjuna. Ágætur en þreytandi ferðadagur á enda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband