Nýr flokkur með gömlu nafni

Alltaf kemur Framsóknarflokkurinn manni á óvart. Þá er ný kynslóð tekin við, kynslóð sem er ekkert að velta sér upp úr kynjakvóta eða annarri slíkri vitleysu. Talað er um einstæða breytingu á flokki og því má kannski segja að búið sé að stofna nýjan flokk með gömlu nafni.

Formannskjörið kom mér ekki á óvart nema kannski að ég hefði aldrei átt að búast við að kjörið færi eins og mér þætti eðlilegt. Páll hefði aldrei komið flokknum eitt eða neitt. Hins vegar kom mér mjög á óvart að Siv skyldi ekki vera kjörin varaformaður, það var ákveðið sáttaboð hjá henni að fara ekki í formannsslaginn og hún hefur nú ekki verið þægasti flokksfélaginn. Því hefði það ekki komið mér á óvart að fólk hefði farið meðalveginn, kjörið konu úr "gamla genginu" (fyrirgefðu Siv, ekki þannig meint) en flokkurinn kaus að hreinsa alveg út og því eru tveir strákar nú í forystu í einum íhaldsmesta flokki landsins sem er að verða eitthvað allt annað og það kæmi mér ekki á óvart þó þeir tvímenningarnir vissu ekki mun á hala og haus á belju og því ekki að vænta neinna kossa þar.

Það verður spennandi að fylgjast með Framsóknarflokknum.


mbl.is Birkir Jón Jónsson nýr varaformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jamm..

Bara gleyma kvótaráninu og bankavinavæðinguni og setja nýtt fólk inn.

Einsog að skeina sig með blautklút ! lekur af þessu viðvbjóðurinn....

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 18:52

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Guðni: Þetta er gamall flokkur undir gömlu nafni.

Bergur Thorberg, 18.1.2009 kl. 18:59

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Þeir lifa lengst sem lýðnum eru leiðastir.

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 18.1.2009 kl. 19:15

4 identicon

Nýtt upphaf Sigmundur hefur mikinn metnað að gera sterkan miðjuflokk

Réttlæti,samvinna og samstaða

leedsari (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 19:22

5 Smámynd: Heimir Ólafsson

Þeir kyssa kýrnar á báða enda til öryggis!!!

Heimir Ólafsson, 18.1.2009 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband