23.1.2009 | 16:18
Nei, Hörður, svona gerir maður ekki!
Hvernig getur fólk sem fer á Austurvöll, ber potta og pönnur, kveikir í og kastar steinum í lögreglu talið sig rödd fólksins.
Það hefur enginn spurt mig!
Ekki kaus ég þennan hóp!
Enginn kaus þennan hóp!
Komið með mótaðar tillögur um nýtt kosningafyrirkomulag þar sem fólkið getur haft meiri áhrif á hvaða einstaklingar eru kosnir.
Komið með tillögur um hvað gera á í þeim vanda sem nú steðjar að!
Hverja á að kjósa í nýjum kosningum? Fólkið sem kveikti eldana? Er það fólkið með hugmyndirnar og dug til að taka á málum. Ég get ekkert séð það.
Mér finnst að fólk hafi fullan rétt á að mótmæla og hafa sínar skoðanir, en reynið ekki að gera ykkar skoðanir að mínum.
Hörður ætti að fagna boðun kosninga. Það er lítið fengið með því að leysa upp stjórnina núna, mynda bráðabirgðastjórn og nýja í maí. Þvílíkt sundurleysi það yrði og ekki til þess að flýta aðgerðum.
Komið með mótaðar tillögur til stjórnvalda en leyfið fólki að vinna fram að kosningum. Nýtum tímann. Ég held að tími Harðar Torfasonar sé líka liðinn.
Hænuskref í rétta átt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
----
Wrong answer 101
Sem blaðamaður þá setur þú viðmælanda inn í málið og spyrð hann spurningar.
Síðan kveikir þú á upptökutækinu og spyrð hann óræðrar spurningar sem engu máli skiptir í raun nema sem framhald af fyrri spurningu.
Viðmælandi þinn sem nú á traust þitt. Svarar samviskulega.
Ef þú vilt láta viðmælanda líta enn ver út skellir þú í miðri ræðu hans spurningu sem hann átti alls ekki vona á að verða spurður.
Með þessu hefur þú séð til þess að viðmælanda vefst tunga um tönn.
Þegar þetta er klippt og birt er breytt um fyrirsögn.
------------
Þetta eru svo augljós vinnubrögð að ég á ekki til orð.
Það er hafið stríð hér á landi sem aldrei fyrr um orð og tjáningarfrelsi.
Allir þeir sem ekki tjá sig með samskonar orð og setningarskipan og valdstjórnin eru úthrópaðir á torgum með fáránlegum svívirðingum sem menn ættu ekki einu sinn að láta út úr sér í einrúmi.
Stjórnvöld gera allt til þess að fólkið í landinu taki ekki af þeim völdin og landið sem þau telja sig ein eiga og geta ráðstafað
Þetta þarf að stöðva
Við erum þjóðin
Landið er okkar
Kristján Logason, 24.1.2009 kl. 12:18
Ég hef takmarkaðan áhuga á að mæta á mótmælafund undir fundarstjórn Harðar. Hann er eins og allir hinir, sem hann gagnrýnir mest, biðst ekki afsökunar á neinu og sver af sér alla ábyrgð.
Kristbergur O Pétursson, 24.1.2009 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.