Auðvitað einsdæmi! Ástandið er einsdæmi - Hegðun Davíðs er einsdæmi

Það er gott að Davíð og Björn hafi kannað hvernig málum hefur verið háttað í hinum vestræna heimi. En við hverju bjóst Davíð? Allir landsmenn vissu að það átti að skipta út - meira að segja Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að hreinsa til í Seðlabankanum. Ef að Davíð var að átta sig fyrst á þessu þegar bréfið kom lýsir það aðeins hversu veruleikafirrtur hann er orðinn.

Maður sem segist aldrei hafa hlaupist frá sínum verkum. Samt hætti hann sem forsætisráðherra, samt hætti hann sem þingmaður. Til að gerast bitlingaseðlabankastjóri.

Davíð kvartaði yfir því að bréfið til hans hafi verið birt opinberlega áður en hann gæti lesið það. Hann lét birta sitt bréf strax! Sjálfsvirðingin er ekki mikil. 

Nei Björn, ekki ljúka þínum stjórnmálaferli með svona vitleysu, leggðu frekar þitt á vogaskálarnar til að hreinsa til og koma málum í betra horf. þú færð hvort eð er ekki bitlingaembætti. - Það er rétt að vona að slíkum tímum sé lokið.


mbl.is Björn: Réttmæt ábending Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband