14.2.2009 | 21:47
Glæsilegur Hafnfirðingur fer sem fulltrúi Íslands til Moskvu
"Já, það er satt" lagið "Is it true" fer sem framlag Íslands í Eurovision í Moskvu. Flytjandi er hin átján ára gamla Jóhanna Guðrún Jónsdóttir úr Hafnarfirði sem heillaði greinilega landann með glæsilegum flutningi sínum og fallegri ballöðu eftir Óskar Pál Sveinsson.
Er ekki að efa að hún á eftir að heilla Evrópubúa með söng sínum og látlausri framkomu sinni. Sannkölluð stjarna úr Hafnarfirði.
http://www.youtube.com/watch?v=W5az7OU7wj4
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.