18.3.2009 | 10:16
OR dæmd til að standa við samninga við Hafnarfjarðarbæ
Úr dæmi Héraðsdóms Reykjavíkur í morgun
D Ó M U R
Héraðsdóms Reykjavíkur 18. mars 2009 í máli nr. E-3120/2008:
Hafnarfjarðarkaupstaður
(Stefán Geir Þórisson hrl.)
gegn
Orkuveitu Reykjavíkur.
(Þórunn Guðmundsdóttir hrl.)
Mál þetta, sem var dómtekið 9. mars sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Hafnarfjarðarbæ, Strandgötu 6, Hafnarfirði, á hendur Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, Reykjavík með stefnu birtri 28. apríl 2008.
Dómkröfur stefnanda eru þær aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 7.643.300.818 kr. með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, frá 20. desember 2007 til greiðsludags gegn afhendingu á 896.154.577 hlutum í HS Orku hf. og 195.745.540 hlutum í HS Veitum hf.
Til vara að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 1.419.470.152 kr. með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, frá 20. desember 2007 til greiðsludags.
Í báðum tilvikum er þess krafist að stefnda verði gert að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu. Stefndi krefst þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Þá krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda.
DÓMSORÐ
Stefndi, Orkuveita Reykjavíkur, greiði stefnanda, Hafnarfjarðarbæ, 7.643.300.818 kr. með dráttarvöxtum frá 28. apríl 2008 gegn afhendingu á 896.154.577 hlutum í HS Orku hf. og 195.745.540 hlutum í HS Veitum hf. og 1.500.000 kr. í málskostnað.
Sigrún Guðmundsdóttir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.