24.7.2009 | 11:38
Gott að fá fréttir af fréttasveltri menningu
Ég fullyrði að skátastarfið fær allt of litla athygli fjölmiðla. Menn gera sér vart grein fyrir það merkilega starf sem þar fer fram og hvaða áhrif það hefur á félagsfærni unga fólksins. Þar þarf enga áhorfendur, allir fá að vera með og allir fá ábyrgð.
Mbl.is hefur verið duglegt að segja frá Roverway en miðað við hvað miklum tíma er eytt í að segja frá einhverjum útlendum þjálfurum sem eru ráðnir eða reknir þá mætti heyrast og sjást miklu meira frá svona merkilegu móti í fjölmiðlum.
Rikk, tikk fyrir Roverwy.
Skátar í íslenskri fjallarómantík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þar hittir þú naglann á höfuðið.
Skátastarfið er stórlega vanmetið.
Það má alls ekki afgreiða skátana með einhverjum ging-gang-gúlí-gúli-bröndurum eins og fréttamenn virðast gera oft.
Skátahugsjónin inniheldur allt sem unglingar þarfnast í dag og er mikilvægur grunnur að björgunarsveitum landsins.
Skátafélagsforingjar alls landsins mættu vera miklu oftar í kastljósinu með fréttir af sínu starfi og reyna að höfða meira til eldri hópa til að viðhalda starfinu.
Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.