14.12.2009 | 10:47
Listamannalaun eru tímaskekkja.
Nú er kominn tími til að leggja niður listamannlaunin. Það eru engin rök fyrir því að greiða fólki úr opinberum sjóðum fyrir að stunda list á meðan þjóðin er skattpínd og stolið af henni. Listamenn verða að fá sér aðra vinnu ef þeir lifa ekki af list sinni. Engin ástæða er heldur að greiða heiðurslaun til þeirra sem eru jafnvel á eftirlaunum frá ríkinu. Heiður manna er ekki mældur í krónum og aurum.
Ekki hef ég hugmynd um það afhverju Edda Heiðrún á þetta að fá þetta frekar en einhver annar, ég er ekki dómbær á það. Ég vona bara að það tengist ekki hennar frábæru þátttöku í söfnuninni fyrir Grensásdeildina, það væri þá sóðaleg misnotkun á heiðurslaununum. Hvers ættu þá aðrir en listamenn að gjalda?
Edda Heiðrún fær listamannalaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skammastu þín...en ég er ekki dómbær á það svosem.
Einhver Ágúst, 14.12.2009 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.