21.1.2010 | 14:24
Ósanngjarnir útgerðarmenn
Rosalega geta útgerðarmenn verið ósanngjarnir og heimtufrekir. Þeir verða að fara átta sig á því að framsal kvótans var upphafið að fjármálavitleysunni hér á landi. Þá færðist auður til fárra manna og spákaupmennskan blómstraði.
Að menn skulu jafnvel vera andsnúnir því að kvóti sem menn nýta ekki verði teknir af þeim ber vott um mikið dómgreindarleysi og þjóðin er búin að fá sig fullsadda af græðginni.
Enginn er að kippa grundvelli undir blómstrandi útgerð.
Græðgi og hroki hefur einkennt stefnu útgerðarmanna og mál er að linni. Mikið vildi ég að þjóðarástin sem þeir bera sig væri sönn. Þar kveður við falskan tón. Ætli menn að beita hótunum þá verða menn að súpa seiðið af því sjálfir. Verði þeim að góðu.
Eyjaflotinn kominn í höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já og svo beita þeir börnunum miskunnarlaust fyrir sig einsog fólk gerir stundum í bitrum skilnaðarmálum.
Skrítið hvað sjómenn eru samt tilbúnir að dansa með, enda oft járnagi í þessum útgerðum.
Einhver Ágúst, 21.1.2010 kl. 14:26
Sæll Guðni.
Það er gott að búa í Guðnaheimi sem er annað hvort svartur eða hvítur. Getur verið að það séu til útgerðarmenn sem hafa verið duglegir í sinni vinnu, skapað sér og fjölda manna störf og uppskera eftir því. Eða eru allir útgerðarmenn feitir með vindla, liggjandi á vindsæng út á Spáni. Ég held að þeir séu reyndar mun færri sem eru úti á Spáni en hitt.
Vandamálið liggur ekki alfarið hjá útgerðarmönnum. Vandamálið byrjaði með framsalinu og um leið varð kvótinn að verðmætum sem bankarnir girntust. Allt í einu féll verðgildi skipa niður í ekki neitt og kvótinn var notaður sem veð við að endurnýja skipaflotann. Auk þess voru bankarnir meira en lítið til í að lána útgerðarmönnum til að kaupa kvóta með veði í kvótanum. Þetta neyddust menn til að nýta sér, því ef þeir ætluðu að gera út skip, urðu þeir að kaupa kvóta.
Gleymum því ekki að kvótakerfið er verk stjórnmálamanna. Útgerðarmenn hafa gert sitt besta til að aðlagast "kerfinu" hagað segli eftir vindum og sumir náð langt. Hvernig á að útskýra fyrir mönnum, sem hafa keypt allann sinn kvóta til að gera út og skapa tekjur, fyrir sig, þá sem róa hjá þeim og samfélagið í heild sinni, að nú eigi að taka kvótann af þeim og leyfa þeim greiða skuldirnar. Verður þá ekki líka að taka skuldirnar. Er íslenska ríkið tilbúið að yfirtaka 500 millj. skuld sjávarútvegsins? Er á það bætandi? Eigum við ekki að halda sama kerfi og leyfa þeim greiða upp sínar skuldir og skapa áfram störf og tekjur fyrir samfélagið? Yrðum við eitthvað bættari þegar allir ryðkoppar landsins verða gerðir út með skertu öryggi sjómanna?
Held að þegar allt kemur til alls þá er málið mun flóknara en upphrópanir ríkisstjórnarliða hljóma...
Janus (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 14:53
Það er svo með fólk (óháð aldri) sem orðið er vant því að fá allt sem það vill, að þegar andað er á það, þá eru orgin hafin með það sama. Og nú verður orgað í Eyjum í kvöld, æ æ. Handhafar kvótans eiga sér ekki marga meðhlæendur nema þá helst hirð greifans í Hádegismóunum.
Allur almenningur í landinu er löngu meðvitaður um þá ógnarstjórn sem ríkt hefur undanfarið ár í þessum geira, þó tekið hafi grenilega tekið úr nú undanfarna mánuði. Þjóðin á auðvitað auðlind sjávarins, fiskinn í sjónum og hefur fullan hug á að fá arðinn af auðlindinni í sinn sameiginlega sjóð.
Það er enginn að banna þeim sem nú stunda sjó, að gera það áfram, öðru nær. Það sem málið snýst um er að allir sem stundi veiðar við Ísland skili leigugjaldi að veiddum fiskikvóta til ríkisins.
Svo því sé haldið til haga þá tel ég líka brýnt að efna til svokallaðra vísindaveiða líkt og Rússar efndu til í Barentshafi nýverið. Þéttleiki þorskstofnsins var mældur á þann hátt og skilaði sú rannsókn þeirri niðurstöðu að heimilt var að veiða um 70% meira af þorski á svæðinu en áður. Þessi rannsóknaraðferð er athyglisverð og rétt að beita henni hér við land til samanburðar við rannsóknarniðurstöður Hafrannsóknarstofnunar.
Vistmannaeyingar eru komnir í land og það er rok í Eyjum þessa stundina, bæði í veðri og fólki. Hvort sjálfstæðisyfirlýsing verður gefin út í kjölfarið kemur svo í ljós.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.1.2010 kl. 15:00
Það er vond spá, menn eru í landi, slá á fundi, í gamla daga hefðu menn farið á kenderí. Menn eru líka heim um jólin.
Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 15:06
er ekki bræla og líka fimmtudagur,sem er svokallaður gámadagur(dagurinn sem útgerðin notar til að flytja fiskinn óunnin úr landi,framhjá "fiskverkafólkinu" sem þeir hafa áhyggjur af að missi VINNUNA, sem þeir eru að sniðganga með gámaútflutning ? )
arni (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 15:25
Ég er sammála útgerðarmönnum hvað varðar útflutningsálagið - það er einfaldlega brot á EU - reglum.
En það er hins vegar þjóðarskömm að útgerðarmenn fái að senda fisk úr landi án þess að fyrst sé hann:
- Tegundagreindur
- Vigtaður
- Verðlagður
Því legg ég til að álagið verði strax aflagt og undanþágan sem þessir útgerðarmenn hafa varðandi þessi 3 atriði verði felld niður. ALLAN FISK VIGTAÐAN Á ÍSLANDI!
Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 15:31
Varðandi fyrri færslu mína, þá vil ég taka fram að ég er alls ekki að væna Vestmannaeyinga um að þeir noti þá gríðarlegu misnotkunarmöguleika sem innbyggðir eru í núverandi heimildir til að flytja óunninn fisk út án þess að hann sé vigtaður, tegundagreindur eða verðlagður á Íslandi.
En fyrir óheiðarlegt fólk, þá liggja í núverandi kerfi möguleikar á hundruða milljóna króna misnotkun á kvótakerfinu - og jafnframt á gjaldeyrislögum og skattalögum.
Það er gott að vita af því að þótt þessir möguleikar á gríðarlegum umframhagnaði með smá pappírsvinnu séu borðliggjandi, þá eru þeir ekki nýttir af einum einasta útgerðarmanni á Íslandi.
Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 15:54
Sæll Janus (Eðlilegt að menn segi skoðun sína undir fullu nafni)
Það er enginn að ætla öllum útgerðarmönnum að hafa eyðilagt kvótakerfið. Jú, sjórnmálamenn settu kvótakerfið á og er það sennilega það besta sem við höfum til fiskveiðistjórnunar.
Það voru útgerðarmenn sem gerðust gráðugir og misnotuðu kerfið og hófu kaup og sölu á kvóta eins og þeir ættu hann. Það er stjórnmálamönnum um að kenna að menn settu ekki tappa í gatið strax.
Auðvitað munu útgerðir fá að gera út báta þó þeir geti ekki sölsað undir sig auðlindirnar og auðvitað þurfa leikreglur að vera skýrar og sanngjarnar.
Að slá eign sinni á kvótann er fáránlegt og það eru útgerðirnar sem drógu bankana með sér í braskið, reynið ekki að komast undan ábyrgð.
Guðni Gíslason, 21.1.2010 kl. 16:06
Það var skondið að sjá viðtal við son Magnúsar Kristinssonar í viðtali um óréttlæti í fréttum kvöldsins, það svona epítómeraði þessa vitleysu fyrir mér, greifasonurinn að tala um sjómannaafslátt.
Það er svo í meira lagi undarlegt að heyra þann hóp sem hatrammast berst gegn EU inngöngu að vitna í brot á EU lögum máli sýnu til stuðnings, þeir meira segja keyptu sér Moggann til að flytja áróður gegn batteríi sem þeri vilja nún anota sér til varnar.
Einhver Ágúst, 21.1.2010 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.