Menn geta slasast hvar sem er

Ótrúlega margir fóru þessa gönguleið í gær og var stundum maður við mann. Þarna sem maðurinn slasaðist var á litlum stað klaki en dökkt yfir. Þarna höfðu hunduð manns farið án þess að detta en svona geta slysin gerst. Á fleir stöðum voru klakabunkar og margir runnu án þess að meiðast. Þetta gæti líka gerst í Esjuhlíðum, eða Helgafellshlíðum. Björgunarsveitarmenn eiga heiður skilið en miðað við vesenið og tímann sem þetta tók held ég að réttara hefði verið að bera manninn á börum niður eftir. Þetta er ekki löng leið en erfið á köflum. Mitt mat ræður hins vegar engu þar sem ég átti ekki að bera. Þeir mátu þetta eftir sinni bestu vitund.
mbl.is Hífðu slasaðan mann 90 metra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Vissulega geta menn slasað sig hvar sem þeir eru staddir, en að vera að ana út í einhverja óvissu, eins og óvant fjallgönguliðið gerir þessa dagana, er alls ekki afsakanlegt með því að menn geti slasað sig á Hávallagötunni eða heima í eldhúsi eða hver veit hvar.  Það ætti í það minnsta að vera auðveldara og ódýrara að koma þér til hjálpar í bænum en á einhverjum krákustíð á fjöllum við verstu aðstæður.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 3.4.2010 kl. 17:08

2 identicon

Jamm.  Þú varst ekki að fara að bera þetta.  Það er málið.

Sem björgunarsveitarmaður hef ég lent í mörgum böruburðinum - og málið er að þetta er alls ekki eins auðvelt og að bera innkaupapokann heim úr Fjarðarkaupum.  Það að bera fullorðinn karlmann í börum eftir einstigi í brattri hlíð með hálkublettum og klakabunkum, jafnvel þegar er komið fram á kvöld og farið að rökkva - það er engin óskastaða.

Fyrsti forgangur björgunarmannsins er að tryggja sitt eigið öryggi og félaga sinna, síðan að tryggja öryggi sjúklingsins.  Hafi þeir metið aðstæður svo að þeir gætu slasað sig eða sett sig í lífshættu með því að fara göngustíginn, þá gera þeir rétt með því að velja lengri leiðina.  Þeir leggja á sig meira vesen, meiri vinnu - en þeir vita að þeir koma heilir heim.

Tek ofan fyrir þínum mönnum í Björgunarfélagi Hafnarfjarðar.  Þeir leystu þetta verkefni óaðfinnanlega.  Þeir settu öryggið í forgang og komu heilir heim.  Það er ekki svo lítils virði.

Gunnar Kr. Björgvinsson (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 17:10

3 Smámynd: Guðni Gíslason

Sæll Gunnar, hárrétt, þeir sem framkvæma taka ákvarðanir skv. sinni þekkingu og verklagsreglum. Fyrir því ber ég fulla virðingu.

En við Önnu Dóru vil ég segja. Vanir menn meiðast líka. Hálkuslys getur verið hreint óhapp en líka aðgæsluleysi. Ég fullyrði að þarna hefði vanur maður alveg eins getað dottið, þetta var lúmskt á þessum tímapunkti. Enginn verður vanur án þess að byrja einhvern tíma og hver slóði getur verið ný reynsla. Flest hálkuslysin verða á gangstéttum. Hjálparsveitirnar og björgunarsveitirnar hafa unnið mikið forvarnar- og fræðslustarf og auðvitað á fólk að undirbúa sig og sýna fyrirhyggju en áhættan sést ekki alltaf fyrir. áður fyrr var stórhættulegt að fara á sjó og slysin voru mörg. Með forvörnum hefur þetta breyst ótrúlega. Ég þekki vel til björgunarsveita og veit að þar eru menn ávallt viðbúnir og spyrja ekki um ástæðu en auðvitað er pirrandi ef fólk lærir ekki.

Guðni Gíslason, 3.4.2010 kl. 19:15

4 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Mikið rétt, Guðni. Allir geta slasað sig við ýmsar aðstæður. En vilji menn öðlast reynslu í fjallgöngu við erfiðar aðstæður, finnst mér að þeir ættu að byrja á einhverju léttara, safna reynslu og fara svo af stað í hitt. Annað hef ég ekki um það að segja.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 3.4.2010 kl. 21:26

5 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Ég vona að fólk sem er að fara þarna upp greiði fyrir björgunarþjónustu sem það fær frá sjálfboðaliðum sem setja sjálfa sig í hættu.  Ef ekki þá ætti það að sitja heima.  Mér finnst að þeir sem leggja leið sína þarna upp ættu að senda fimmþúsund kall hver til björgunarsveitanna.  Einfalt mál og engin spurning:)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 3.4.2010 kl. 22:11

6 identicon

Arnór, afhverju leggur þú ekki bara sjálfur fimmþúsund krónur inn á reikning björgunarsveitar í stað þess að tuða svona. Ég þekki nokkra sem hafa þegið hjálp björgunarsveita og þeir hafa allir launað sveitunum ríkulega næstu áramót á eftir. Það er engin ástæða til að ætla að það sé öðruvísi í þetta skiptið. Fólk sem þiggur aðstoð björgunarsveita er þakklátt!

Kristinn (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband