Er ekki búið að taka upp metrakerfið á Mogganum?

Er ekki búið að taka upp metrakerfið á Mogganum? Þó svo flugmenn noti fet þá er í gildi metrakerfi á Íslandi. Það verður að vera hægt að krefjast af blaðamönnum að þeir kunni einfaldan reikning.
mbl.is Gosmökkur í 31 þúsund feta hæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hugsaði akkúrat það sama þegar ég las þessa frétt ! Furðuleg vinnubrögð

Ólafur (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 00:38

2 identicon

Eins og þú bendir réttilega á Guðni eru fet notuð í flugheiminum. Fréttir um að gosmökkur sé í 10 km hæð segja flugmönnum ekki mikið og því er ekki nokkur ástæða til að gefa upp hæð í metrum. Það einfaldlega þjónar ekki tilgangi sínum. Þeir einu sem þurfa að hafa áhyggjur af hæðinni eru flugmenn og aðrir í þeim geira og því eðlilegt að gefa þetta upp í fetum.

Guðmundur Karl Einarsson (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 00:43

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Tek undir þetta Guðmundur Karl.

Við gleymum því oft að við erum partur af alþjóðlegu samfélagi þar sem ákveðnar mælieiningar eru staðlaðar.

Hæð er gefin upp í fetum þeas lóðrétt vegalengd.

Skyggni eða lárétt vegalengd er gefin upp í fetum.

Ísland er ekki nafli alheimsins.  Og Mogginn má þó eiga það að hann stendur sig fjölmiðla best í umfjöllun um gosið.

Ég starfa erlendis og þarf að notast við netið til að fylgjast með og hvað gosið varðar þá stendur mbl.is uppúr.

Menn eiga það sem þeir eiga.

Einar Örn Einarsson, 6.5.2010 kl. 01:00

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he sammála..

Guðmundur, ef flugmaður veit ekki hvað 10 km hæð er, þá ætti hann ekki að fá að fljúga.. sennilega heimskulegasta athugasemd sem ég hef séð :D   Hinsvegar er allur almenningur með metrakerfið svo íslenskar fréttastofur ættu að nota metrakerfið eingöngu. fetin mega vera innan sviga.

hér er dæmi um hvernig norðmenn skirfa um hversu hátt mökkurinn fer : 

http://www.dagbladet.no/2010/05/02/nyheter/innenriks/eyjafjallajokull/island/aske/11542093/

• Askesøylen fra vulkanen sto 11 kilometer i været på sitt høyeste.

Óskar Þorkelsson, 6.5.2010 kl. 05:35

5 identicon

Óskar Þ.- Þú veist að sumar þjóðir nota eingöng fet. Bretar hafa að vísu reynt að troða metrakerfinu upp á sína, með misfjöfnum árangri þó.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 07:54

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

VJ, þetta var jafnvel enn skemmtilegri athugasemd en hjá Guðmundi hér að ofan.. við búum á íslandi, ísland er með metrakerfi og þá eiga íslenskir fjölmiðlar að notast við það.  að bretar noti fet er þeirra vandamál og .eir geta notast við sín fet og tommur í sínum fjölmiðlum án þess að við séum að fetta fingur út í það. 

Óskar Þorkelsson, 6.5.2010 kl. 09:03

7 identicon

ÓÞ, þetta eldfjall stöðvaði ekkert á þessari jörð nema alþjóðaflug, fet fyrir fet, eða hvað?

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 09:26

8 Smámynd: Guðni Gíslason

Ha, ha, fyndið að heyra þessar athugasemdir. Stendur það í flugleiðbeiningum að menn eigi að taka upp Moggann og lesa?? Það væri aumur flugmaður ef hann getur ekki breytt metrum í fet, slæmt ef menn eru í sjónflugi að fljúga ofan við fjöll sem merkt eru í metrum á kortum (og í fréttum í Mogganum).

Málið snýst hins vegar ekki um flugmenn eða okkur hin, þetta snýst um auma blaðamennsku þar sem fólk hreinlega nennir ekki að vanda sig.

Guðni Gíslason, 6.5.2010 kl. 09:36

9 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Vil benda á það að metrakerfið er formlega notað í öllum löndum heimsins nema þrem; BNA, Líberíu og Búrma.

Axel Þór Kolbeinsson, 6.5.2010 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband