12.1.2013 | 00:29
Rúllur, sauna og hitakrem
Ég hef greinilega ekki hvílt mig í rétt form um jólin því eftir tvær síðustu hlaupaæfingar er ég stirður og með hörku harðsperrur. Það kemur sér ekki vel því um helgina stendur til að reyna að verja Íslandsmeistaratitla í frjálsum íþróttum en samkeppni verður lítil eða engin í mínum aldursflokki.
Ég keypti sérhannaða rúllu til að rúlla aumum vöðvum yfir en hingað til hefur sonur minn einn notað hana. Nú var þörf. Eftir sjóðheita saunu, hitakrem og teygjur lét ég vöðvana renna yfir rúlluna á meðan ég emjaði í hljóði - alveg þar til ég gat ekki meir.
Eitthvað hefur þetta hjálpað - og ekki síður kennt mér, en það er samt undarleg tilhugsun að vera að fara að hlaupa 60 m og stökkva langstökk á morgun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.