List eða ljósmengun

Velmegunin hefur fært okkur mikla lýsingu og oft hömlulausa. En að lýsa beint upp í loftið er lítið annað en ljósmengun og vildi ég frekar að áhersla væri lögð á betri lýsingu í borg og bæjum svo við gætum frekar séð stjörnuhimininn. Með allri virðinu fyrir Yoko Ono og hennar list þá ætti Viðey að fá að haldast laus við ljósmengun frá eigin lýsingu. Fyrir mér er þetta ekkert friðarljós.
mbl.is Yoko Ono enn stödd á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður Guðni,

Ég vill að þú vitir að ætlunin er ekki að hafa kveikt á þessu 24/7/365.  Ljósmengun verður óveruleg þegar litið er yfir heilt ár.   Það er rætt um að þetta verði kveikt að meðaltali 2 tíma á dag - og það í mesta lagi. 

Mest verður kveikt á verkinu á veturnar, þegar það hefur lítil sem enginn áhrif á líf í eynni.  Aldrei hef ég séð né heyrt af stjörnuskoðunnarmönnum þarna úti.  Þetta er kannski staður sem þeir ættu að íhuga - langt frá allri ljósmengun...  Þeir hljóta að geta stilt sýna daga til skoðunnar í samræmi við opnunartíma verksins.

Verkið mun vekja heimsathygli og verður örugglega fínt fyrir land og þjóð að hafa það hér... Kannski bætir það uppfyrir drápið á "beljumhafsins" sem átti að ganga frá ferðamannaiðnaði á Skerinu (það gekk eftir, var það ekki?).

Alla vega - ég skil hvernig þú lítur á þetta - og er ekki fullkomlega ósammála heldur.  Ljósmengun og "sky glow" er böl nútímans.  Það væri auðveldlega hægt að eyða >60.000W í eitthvað betra.  Kannski fær hún orkuna á sömu kjörum og Alcan og þess vegna er
kostnaðurinn óverulegur.

En þú verður að viðurkenna - hún lítur vel út - tignarleg og flott.  Komdu í kvöld að skoða - verður kveikt á henni í kringum 22 leitið. 

Óskar Ögri Birgisson (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 16:30

2 Smámynd: Guðni Gíslason

Sæll Óskar, gott að vita af þessu. Betra lítið en mikið :) Sit fastur í Fjarðarpóstinum í kvöld en vildi gjarnan berja þetta augum. Lifi lýsandi umræða.

Guðni Gíslason, 10.4.2007 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband