16.4.2007 | 16:26
N 1 geisladiskurinn?
það lágu þrír pakkar á gólfinu heima hjá mér í forstofunni. Rauðir plastklæddir pakkar frá N1, sameinuðu vörumerki Esso, Bílanausts og fl. Lögun þeirra gaf til kynna að þetta væru geisladiskar. Eru forsvarsmenn N1 jafn illgjarnir og álversmenn að troða inn á okkur menningu? Ekki þó enn einn Bjögga-diskinn? Nei, ég andaði léttar þegar ég opnaði pakkann og sá að í honum var ekki geisladiskur. Prik til N1. Þarna var þá verið að senda mér og mínum Safnkort N1. Takk fyrir það.
Hins vegar pirraði mig óstjórnlega hulstrið utan um kortið, pakkinn, hann var eins og hulstur utan af geisladiski nema hvað það passaði bara safnkort í hann. Hart plastið og pappinn fóru þá beint í ruslið. Hvernig sem bílafyrirtæki getur orðið umhverfisvænt, þá fær N1 ekkert prik fyrir pakkann. Mér leiðist rusl, ég þarf að losa mig við það. Sendið mér frekar disk með Bjögga, ég geymi hann þá í hillu hjá mér þar til ég er allur. Ágæt frestun á að henda rusli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.